Börsungar færast nær toppliðunum Anton Ingi Leifsson skrifar 16. desember 2020 22:02 Börsungar fagna sigurmarkinu en Frenkie de Jong, Hollendingurinn knái, skoraði markið mikilvæga. David Ramos/Getty Barcelona vann 2-1 sigur á toppliðinu Real Sociedad er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Sigurinn afar mikilvægur fyrir Börsunga sem klifra upp töfluna. Willian Jose skoraði fyrsta mark leiksins og kom Sociedad yfir á 27. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Jordi Alba metin. Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði kom Börsungum yfir. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 2-1. Börsungar eru í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Sociedad er í öðru sætinu með 26 stig. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Börsungar. The has conquered his 300th W at Camp Nou! pic.twitter.com/bvrgWO5tvU— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2020 Fótbolti Spænski boltinn
Barcelona vann 2-1 sigur á toppliðinu Real Sociedad er liðin mættust á Camp Nou í kvöld. Sigurinn afar mikilvægur fyrir Börsunga sem klifra upp töfluna. Willian Jose skoraði fyrsta mark leiksins og kom Sociedad yfir á 27. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Jordi Alba metin. Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleik því miðjumaðurinn Frenkie de Jong skoraði kom Börsungum yfir. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 2-1. Börsungar eru í fimmta sæti deildarinnar með tuttugu stig en Sociedad er í öðru sætinu með 26 stig. Þeir hafa þó leikið tveimur leikjum meira en Börsungar. The has conquered his 300th W at Camp Nou! pic.twitter.com/bvrgWO5tvU— FC Barcelona (@FCBarcelona) December 16, 2020
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti