Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 16:01 Valsmenn reikna ekki með Ara Frey á Hlíðarenda næsta sumar. Michael Regan/Getty Images Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira