Erlent

Macron greindist með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Getty

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19.

Skrifstofa franska forsetans staðfestir þetta í yfirlýsingu.

Hinn 42 ára Macron á að hafa farið í skimun eftir að hafa fundið fyrir vægum Covid-einkennum og kom jákvæð niðurstaða í morgun. Unnið er að smitrakningu, en Le Figaro segir frá því að Macron sé kominn í einangrun og muni halda áfram að vinna þaðan.

Búið er að aflýsa öllum fyrirhuguðum ferðum forsetans, þar á meðal ferð hans til Líbanons.

Frakkland er eitt þeirra Evrópuríkja þar sem kórónuveiran hefur verið hvað útbreiddust, en á síðustu tveimur vikum hafa rúmlega 164 þúsund manns greinst með Covid-19.

Alls hafa 2,4 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Þá hafa um 60 þúsund manns látist af völdum Covid-19 í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×