Matur

Ísbomba með After Eight súkkulaði

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Síðasti þátturinn á Jólaboð Evu er á dagskrá á sunnudagskvöld.
Síðasti þátturinn á Jólaboð Evu er á dagskrá á sunnudagskvöld. Stöð 2/Eva Laufey

Í síðasta þætti af Jólaboð Evu bar hún fram ísbombu með After Eight súkkulaði. Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem aðferðina má finna en uppskriftin er líka í fréttinni.

Allar uppskriftirnar úr þáttunum má finna hér á Vísi. Síðasti þátturinn af Jólaboð Evu er svo á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 kl.19.05. Eva Laufey mun þar verða í beinni útsendingu. 

Klippa: Jólaboð Evu - Ísbomba með After Eight súkkulaði

Ísbomba með After Eight súkkulaði

  • Botnar
  • 4 eggjahvítur
  • 4 dl púðursykur
  • 1 tsk edik

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 110°C.
  2. Setjið bökunarpappír á ofnplötu eða bökunarpappír í botninn á tveimur 22 cm lausbotna formum og smyrjið hliðarnar með smjöri.
  3. Þeytið eggjahvíturnar og bætið sykri saman við í smáum skömmtum.
  4. Stífþeytið þar til blandan hreyfist ekki til í skálinni sé henni hvolft.
  5. Skiptið marengsblöndunni á bökunarpappírinn eða í formin og bakið í 1 ½ klst við 110°C.

Ís fyllingin

  • 500 ml rjómi
  • 2 eggjarauður
  • 2 msk flórsykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 200 g after eight súkkulaði

Ofan á:

  • Súkkulaðisósa
  • Fersk ber

Aðferð:

  1. Þeytið eggjarauður og flórsykur saman þar til eggjablandan verður ljós og létt.
  2. Þeytið rjóma og bætið eggjablöndunni varlega saman við rjómann með sleikju ásamt vanillu. Í lokin fer súkkulaðið út í rjómablönduna. Setjið kremið á milli botnanna og ofan á. *Best er að setja plastfilmu í formið en þannig er betra að ná kökunni upp úr forminu og sömuleiðis er gott að nota smelluform.
  3. Kakan fer inn í frysti í nokkrar klukkustundir og þegar þið berið hana fram er gott að búa til súkkulaðisósu dreifa yfir kökuna. Skreytið hana svo með ferskum berjum og saxið niður meira súkkulaði og skreytið – það er aldrei nóg af súkkulaði!
Ísterta að hætti Evu LaufeyjarEva Laufey

Súkkulaðisósa

  • 70 g suðusúkkulaði
  • 70 g After Eight súkkulaði
  • 1 dl rjómi

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaði í rjómanum við vægan hita, ef ykkur finnst sósan of þunn þá bætið þið meira súkkulaði saman við.
  2. Kælið sósuna alveg áður en þið hellið henni yfir kökuna.

Tengdar fréttir

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr þriðja þætti

Í nýjasta þættinum af Jólaboð Evu eldaði Eva Laufey Kjaran hátíðarmat. Þar á meðal var Humar Risotto,  Beef Wellington, jólaís og fleira. Eva Laufey er með þættina Jólaboð Evu, alla sunnudaga fram að jólum. Hér má finna allar uppskriftirnar úr þriðja þætti af Jólaboð Evu.

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr öðrum þætti

Í Jólaboð Evu í síðustu viku ldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar birtast hér á Vísi en næsti þáttur er sýndur annaðkvöld á Stöð 2.

Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi

Í Jólaboð Evu um helgina eldaði Eva Laufey Kjaran kalkúnabringur með öllu. Einnig útbjó hún ristaðar möndlur, Créme Brulée og Pavlovur. Allar uppskriftirnar munu birtast hér á Vísi en þættirnir eru á dagskrá á Stöð 2 alla sunnudaga fram að jólum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.