Fedor Chalov kom CSKA yfir á 2. mínútu en þannig stóðu leikar í hálfleik. Chalov bætti við öðru marki sínu á 57. mínútu og staða CSKA vænleg.
Chalov var þó ekki hættur því hann skoraði þriðja mark sitt og þriðja mark CSKA á 82. mínútu en markið skoraði hann eftir undirbúning íslenska landsliðsmannsins.
Alexey Kozlov minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Rostov en lokatölur 1-3. Hörður lék allan leikinn en Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu.
CSKA er í öðru sætinu með 37 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Zenit, en Rostov er í fimmta sætinu.