Lýst sem verstu tölvuárás í sögu Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2020 22:14 Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Vísir/Getty Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sífellt meiri áhyggjur af tölvuárás sem virðist hafa staðið yfir gegn bandarískum stofnunum í marga mánuði, án þess að einhver hafi orðið þess var. Netöryggisstofnun Bandaríkjanna sagði í kvöld að árásin væri alvarleg ógn gagnvart hinu opinbera og fyrirtækjum. Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira
Um einstaklega vandaða árás væri að ræða sem ógnaði nú grunninnviðum og að mjög erfitt yrði að greina umfang hennar og sömuleiðis að stöðva hana. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði stofnunin ekki um hvaða stofnanir eða fyrirtæki um er að ræða. Einn heimildarmaður AP sagði útlit fyrir að þetta væri versta tölvuárás í sögu Bandaríkjanna og tölvuþrjótarnir hefðu „komist inn í allt“. Gert sé ráð fyrir því að tölvukerfi flestra, ef ekki allra, opinbera stofnanna séu óörugg. Árásin er sögð hafa byrjað í mars. Miðað við þær fregnir sem hafa borist brutu tölvuþrjótar sér leið inn í tölvukerfi fyrirtækisins SolarWinds, sem selur fjölmörgum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa. Þrjótarnir eru meðal annars sagðir hafa smitað uppfærslur frá fyrirtækinu svo þeir öðluðust aðgang að, og jafnvel stjórn á, tölvukerfum þar sem uppfærslurnar voru notaðar. Politico sagði frá því í kvöld að starfsmenn tveggja stofnana sem hafa umsjón með kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna hafi komist að þeirri niðurstöðu að tölvuþrjótar hafi aðgang að tölvukerfum þeirra. Netöryggissérfræðingar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við segja útlit fyrir að tölvuþrjótarnir hafi hingað til eingöngu verið að safna upplýsingum. Þeir fari þó mögulega með stjórn tölvukerfa stofnanna, eins og áður hefur komið fram, og geti í rauninni valdið þar gífurlegum skaða. Þingmenn hafa sagt að þeir óttist að tölvuþrjótarnir hafi meðal annars komist inn í tölvukerfi Skattstofnunar Bandaríkjanna og náð gífurlegum upplýsingum um persónuhag Bandaríkjamanna. Enn sem komið er hafa spjótin vestanhafs beinst að rússneskum tölvuþrjótum sem taldir eru vinna fyrir leyniþjónustu Rússlands. Samkvæmt heimildum AP hefur það þó ekki verið staðfest enn. Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sem var gagnrýndur fyrir að hætta að vera með sérstakan netöryggisráðgjafa í Hvíta húsinu, hefur ekki enn tjáð sig um árásina. Thomas Bossert, fyrrverandi ráðgjafi heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, skrifaði grein í New York Times þar sem hann sagði að gera ætti ráð fyrir því að yfirvöld í Rússlandi stjórni nú öllum þeim tölvukerfum sem tölvuþrjótarnir hafi ráðist á. Hann vísar í gögn frá SolarWinds um að allt að 18 þúsund stofnanir og fyrirtæki hafi sótt smituðu uppfærsluna. Þar á meðal séu stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna. Þessum kerfum hafi rússneskir tölvuþrjótar stjórnað í marga mánuði og á þeim tíma hafi þeir tryggt stöðu sína innan þeirra. Nánast ómögulegt sé að finna þá og fjarlægja úr tölvukerfunum. „Það mun taka mörg ár að vita með vissu hvaða tölvukerfi Rússar stjórna og hvaða kerfum þeir hafa aðgang að,“ skrifar Bossert. Hann segir að Rússar geti í raun breytt og eytt gögnum eins og þeim sýnist í þeim kerfum sem þeir stjórni. Jafnvel búið til manneskjur á pappír og notað gögn, raunveruleg eða tilbúin, erfitt gæti verið að gera greinarmun þar á milli, til áróðursherferða á heimsvísu.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjá meira