Þórir hefur verið þjálfari norska liðsins síðan 2009 og á þeim tíma komið því átta sinnum í úrslit á stórmóti, þar af fjórum sinnum á EM.
Noregur hefur leikið liða best á EM 2020 og unnið alla sex leiki sína með samtals 69 marka mun. Norska liðið er það eina sem er með hundrað prósent árangur á Evrópumótinu.
Síðan Þórir tók við Noregi hefur liðið til sex gullverðlauna á stórmótum, tvenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Norska liðið hefur ekki unnið stórmót síðan það varð Evrópumeistari 2016. Biðin eftir titli er því orðin fjögur ár sem telst nokkuð mikið á norska bænum.
Þórir gerði Noreg að Evrópumeisturum 2010, 2014 og 2016, heimsmeisturum 2011 og 2015 og Ólympíumeisturum 2012.
Leikur Noregs og Danmerkur hefst klukkan 19:30 í kvöld. Í fyrri undanúrslitaleiknum, sem hefst klukkan 17:00, mætast Frakkland og Króatía.
Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fara svo fram á sunnudaginn.