Ísland fer upp um þrjú sæti á styrkleikalistanum síðan hann var síðast gefinn út. Í lok árs 2020 er íslenska liðið því það sextánda besta í heimi og það tíunda besta í Evrópu.
Þetta er næstbesti árangur Íslands á styrkleikalistanum en íslenska liðið hefur hæst komist í 15. sæti hans.
Staða efstu átta liða er óbreytt frá því listinn var síðast gefinn út. Bandaríkin eru á toppi listans, Þýskaland í 2. sæti og Frakkland í því þriðja. Holland er í 4. sæti og Svíþjóð, sem var með Íslandi í riðli í undankeppni EM 2022, er í 5. sætinu á styrkleikalistanum.
Frá því styrkleikalistinn var síðast gefinn út, um miðjan ágúst, hefur Ísland leikið fimm leiki; unnið þrjá, gert eitt jafntefli og tapað einum.
Með þessum árangri tryggði Ísland sér sæti á EM 2022. Þetta er fjórða Evrópumótið sem íslenska liðið kemst á í röð.
Styrkleikalisti FIFA
- Bandaríkin
- Þýskaland
- Frakkland
- Holland
- Svíþjóð
- England
- Ástralía
- Brasilía
- Kanada
- Japan
- Noregur
- Spánn
- Ítalía
- Danmörk
- Kína
- Ísland
- Belgía
- Suður-Kórea
- Sviss
- Austurríki