Enn fækkar þeim sem senda jólakort Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 12:21 Konur (47 prósent) reyndust líklegri en karlar (38 prósent) til að segjast ætla að senda jólakort í ár, annað hvort með bréfpósti eða rafrænum hætti. Getty Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti. Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020. Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020.
Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira