Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2020 20:08 Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði. Vísir Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. „Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur. Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ekkert almennilega byrjað hjá okkur. Fólk á eftir að komast inn í húsin sín og þegar fólk fær að fara heim til sín þá kemur í ljós hvað er að gerast í kjöllurum þannig að við erum ekki almennilega búnir að smakka á þessu enn þá,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. „Við vonum að þetta bjargi einhverju en það er auðvitað alltaf mjög vont þegar hús fyllast af vatni. Það sem er svo vont fyrir okkur í þessu er að það er svo mikil drulla saman við, þá er svo erfitt að dæla þessu með okkar búnaði.“ Í dag hafa þeir staðið í því að dæla vatni af lóðum og upp úr kjöllurum en mikið lá undir. Fjarskiptabúnaður í eigu Mílu er staðsettur í tækjahúsi á svæðinu þar sem hætta var á að vatn flæddi inn og lá mikið á að dæla vatninu annað. „Við höfum verið að dæla vatni sem var komið yfir þessa lóð hérna og umlykur húsið. Í húsinu er viðkvæmur tæknibúnaður sem við þurfum að verja fyrir vatni. Við höfum bara verið að vinna að því í dag að koma þessu vatni hérna frá og svo dæla úr kjöllurum úr húsunum hérna fyrir aftan okkur,“ segir Haraldur. Gríðarlegar rigningar hafa dunið yfir Austurland síðustu daga og er því gríðarlegt magn af vatni á svæðinu. „Við erum að dæla á milli fjögur og fimm þúsund lítrum á mínútu og höfum verið að því í rúma þrjá tíma. Þannig að þetta er töluvert magn af vatni sem er á ferðinni hérna. Þetta er ofboðslega mikið og gríðarlega erfitt að ráða við þetta því það bætir endalaust í. Það er rosalega erfitt að koma þessu frá okkur,“ segir Haraldur. Hefur aldrei áður orðið gegnblautur í slökkviliðsgallanum Slökkviliðið þurfti að dæla upp úr holræsibrunni bæjarins í gær og segir Haraldur að þeir bíði nú eftir því að vera kallaðir aftur út í það verkefnið. Holræsin hafi ekki undan og það fyllist allt. Slökkviliðið er þó þokkalega vel mannað að sögn Haraldar og hefur hingað til haft undan. „Við erum þokkalega vel mannaðir hérna á Seyðisfirði og getum kallað til menn úr öðrum slökkviliðum líka. Þannig að við höfum dálítið úthald, já.“ „Þetta er krefjandi og við verðum að passa okkur á því að skipta um menn og við erum með auka galla til þess að fara í þegar við erum orðnir gegnblautir,“ segir Haraldur. Hefurðu lent í því áður sem slökkviliðsmaður að gallinn blotni í gegn? „Nei ég hef aldrei lent í því áður. Það er alveg ný upplifun að vera alveg blautur í gegn,“ segir Haraldur.
Veður Múlaþing Slökkvilið Náttúruhamfarir Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06 Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55 Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur í dag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. 18. desember 2020 19:06
Erfiðar aðstæður á Seyðisfirði: „Það er bara vatn alls staðar“ Enn er mikil úrkoma og bleyta á Seyðisfirði þar sem tvær aurskriður féllu í nótt. Urð, grjót og drulla er úti um allt í bænum en eiginlegt hreinsunarstarf getur ekki hafist fyrr en það dregur úr úrkomunni og birtir til. 18. desember 2020 09:55
Aurskriða tók með sér hús á Seyðisfirði Tvær nýjar aurskriður féllu úr Nautaklauf á Seyðisfirði í nótt. Önnur skriðan tók með sér hús og flutti fimmtíu metra. 18. desember 2020 06:42