Neyðarleyfi í höfn hjá Moderna Sylvía Hall skrifar 19. desember 2020 08:18 Bóluefni Moderna er komið með neyðarleyfið. Getty Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur veitt bóluefni Moderna neyðarleyfi í kjölfar einróma niðurstöðu ráðgjafaráðs stofnunarinnar um að mæla með veitingu leyfisins. Yfirvöld hafa gert samninga um kaup á 200 milljónum skammta frá fyrirtækinu. Sex milljónir skammta eru sagðir tilbúnir til dreifingar, en þetta er annað bóluefnið á viku sem hlýtur náð fyrir augum stofnunarinnar. Um það bil vika er síðan bóluefni Pfizer fékk neyðarleyfi og hófst dreifing á því síðustu helgi. Um er að ræða stærsta bólusetningarátak í sögu Bandaríkjanna, en landið hefur farið hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum. Hvergi hafa fleiri látið lífið og smitum fer ört fjölgandi. Stephen Hahn hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna sagði neyðarleyfi Moderna marka annað mikilvægt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn. Nú þegar hefði hann valdið miklum skaða sem sýndi sig best í fjölda andláta og sjúkrahúsinnlagna. Niðurstöður prófana á bóluefni Moderna benda til 94 prósenta virkni og fundust engar vísbendingar um ónæmisviðbrögð. Aðeins fleiri fengu meiri aukaverkanir eins og útbrot og kláða, en álit ráðsins var þó einróma og allir tuttugu meðlimir þess sammála. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. 17. desember 2020 23:47 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Sex milljónir skammta eru sagðir tilbúnir til dreifingar, en þetta er annað bóluefnið á viku sem hlýtur náð fyrir augum stofnunarinnar. Um það bil vika er síðan bóluefni Pfizer fékk neyðarleyfi og hófst dreifing á því síðustu helgi. Um er að ræða stærsta bólusetningarátak í sögu Bandaríkjanna, en landið hefur farið hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum. Hvergi hafa fleiri látið lífið og smitum fer ört fjölgandi. Stephen Hahn hjá Lyfjaeftirliti Bandaríkjanna sagði neyðarleyfi Moderna marka annað mikilvægt skref í baráttunni við heimsfaraldurinn. Nú þegar hefði hann valdið miklum skaða sem sýndi sig best í fjölda andláta og sjúkrahúsinnlagna. Niðurstöður prófana á bóluefni Moderna benda til 94 prósenta virkni og fundust engar vísbendingar um ónæmisviðbrögð. Aðeins fleiri fengu meiri aukaverkanir eins og útbrot og kláða, en álit ráðsins var þó einróma og allir tuttugu meðlimir þess sammála.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17 Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. 17. desember 2020 23:47 Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Flýta mati á bóluefni Moderna um viku Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) mun flýta mati á bóluefni frá Moderna . Fundurinn, sem áður átti að halda 12. janúar, fer fram 6. janúar í staðinn. Reynt verður að ljúka mati á bóluefninu á fundinum og þegar það liggur fyrir mun framkvæmdastjórn Evrópusambandsins reyna að gefa út markaðsleyfi á fáeinum dögum. 18. desember 2020 13:17
Bóluefni Moderna fær neyðarleyfi Ráðgjafaráð Lyfjaeftirlits Bandaríkjanna, FDA, hefur lagt til að bóluefni lyfjafyrirtækisins Moderna fái neyðarleyfi stofnunarinnar. Þannig verði hægt að taka bóluefnið í almenna notkun. Búist er við því að stofnunin fylgi ráðleggingum ráðsins fljótt og veiti bóluefninu blessun sína. 17. desember 2020 23:47
Fyrstu bílar með bóluefni farnir af stað Fyrstu flutningabílarnir sem flytja bóluefni um Bandaríkin voru sendir af stað frá verksmiðju Pfizer í borginni Portage í Michigan-ríki í dag. Brottför vörubílanna er sögð marka upphaf að umfangsmestu bólusetningu í sögu Bandaríkjanna. 13. desember 2020 14:43