Fótbolti

Alfreð byrjaði loksins en Augsburg tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í baráttunni í Augsburg í dag. Landsliðsmaðurinn var kominn í byrjunarliðið hjá Augsburg á ný.
Alfreð í baráttunni í Augsburg í dag. Landsliðsmaðurinn var kominn í byrjunarliðið hjá Augsburg á ný. Stefan Puchner/Getty Images)

Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg í dag í þýska boltanum en Augsburg  tapaði 0-2 fyrir Eintracht Frankfurt á heimavelli. Alfreð spilaði allan leikinn.

Þetta var í fyrsta sinn í tæpan mánuð sem Alfreð var í byrjunarliði Augsburg en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Svo hefur Alfreð verið að koma inn af bekknum.

Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Raphael Framberger á 53. mínútu og skömmu fyrir leikslok tvöfaldaði Stefan Ilsanker forystuna.

Augsburg er í tíunda sæti deildarinnar en Frankfurt er sæti ofar með stigi meira en Augsburg.

Leipzig tapaði stigum í toppbaráttunni en liðið gerði markalaust jafntefli við Köln á heimavelli. Leipzig nú með jafn mörg stig og Leverkusen en síðarnefnda liðið á leik til góða.

Ófarir Schalke halda áfram. Liðið tapaði í dag 0-1 fyrir Arminia Bielefeld á heimavelli og Hoffenheim vann 2-1 útsigur á Borussia Mönchengladbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×