„Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2020 18:08 Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. Stöð 2 Lítil aurskriða féll á Seyðisfirði í morgun en viðbragðsaðilar hafa í dag unnið að gagnasöfnun og hættumati á svæðinu. Viðbragðsaðilar hafa meðal annars myndað Seyðisfjörð úr lofti með drónum, til þess að meta stöðuna. Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens. Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Í dag höfum við unnið að gagnaöflun fyrir stöðufund sem á að vera í fyrramálið svo hægt sé að ákveða næstu skref. Þessi gagnaöflun hefur meðal annars falist í drónaflugi yfir þessu flóðasvæði og yfir Botnunum hérna fyrir ofan, til þess að reyna að komast að því hver staðan er á jarðvegi þar,“ segir Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lögreglunni og vettvangsstjóri á Seyðisfirði. „Við sendum líka menn þarna upp til að komast í mæla til að taka grunnvatnsstöðu. Þessar upplýsingar ættu að berast í kvöld þannig að það sé hægt að vera með góðan stöðufund í fyrramálið,“ segir Jens. Markmið aðgerðarinnar að enginn slasist Lítið flóð féll á Seyðisfirði í morgun en það náði ekki langt niður úr hlíðinni að sögn Jens. Hann segir hana þó gefa til kynna að jarðvegurinn skríði enn fram og að full ástæða sé til að gæta ítrustu varkárni á svæðinu. Hann segir að mat á tjóni hafi enn ekki farið fram og enginn muni fara inn á svæðið þar sem mesta tjónið varð fyrr en öruggt verður að fara þar um. „Við erum ekkert farin að skoða það og það fer enginn inn á þessi hættusvæði núna, hvorki við né aðrir. Það verður þannig þangað til að við teljum að það sé orðið öruggt að komast þarna um. Við höfum það að markmiði í þessari aðgerð að enginn slasist,“ segir Jens. Ein aurskriðanna sem fallið hefur síðasta sólarhringinn skall á samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila á Seyðisfirði. „Ég held að það hafi ekkert skemmst en það var klárlega mjög óheppilegt og kallar á endurskoðun á því hvar við höfum bækistöð fyrir vettvangsstöð hérna á Seyðisfirði,“ segir Jens. Hann segist verða mjög feginn þegar árið er liðið og 2021 tekur við. „Ég verð mjög feginn þegar 2020 er búið, það verður mjög gott þegar þetta ár klárast,“ segir Jens.
Múlaþing Náttúruhamfarir Lögreglan Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Tengdar fréttir Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40 „Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28 Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Sjá meira
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. 19. desember 2020 15:28
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið 19. desember 2020 15:00