„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 18:24 Þórólfur segir einn einstakling með breska afbrigðið hafa greinst á landamærunum fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Eins og greint hefur verið frá hafa nokkur Evrópuríki gripið til þess ráðs að banna samgöngur frá Bretlandi til að koma í veg fyrir útbreiðslu afbrigðisins innan sinna landamæra. Þetta hefur ekki komið til skoðunar hér á landi og bendir Þórólfur á að Ísland sé eina Evrópuþjóðin með svokallaða tvöfalda skimun á landamærum sínum. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Hann segir þá að margt eigi eftir að koma í ljós um hið nýja afbrigði og skoðun á eiginleikum þess sé rétt á byrjunarstigi. Fundaði með evrópskum kollegum vegna afbrigðisins Þórólfur sat fyrr í dag fjarfund með kollegum sínum frá ýmsum Evrópulöndum. Þar kynntu breskir vísindamenn gögn sín um hið nýja afbrigði, sem margt bendir til að sé meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Það sem þeir sjá er það að það virðist vera miklu hraðari útbreiðsla á þessari veiru, eftir því sem þeir reikna út. Það hefur jafnvel verið á þeim stöðum þar sem harðar aðgerðir hafa verið í gangi, jafnvel lockdown,“ segir Þórólfur. Hann segir þó engin merki vera um að afbrigðið valdi alvarlegri veikindum en áður hefur sést, né að bólusetning dugi ekki gegn henni. Það eigi eftir að rannsaka betur. „Það á ýmislegt eftir að koma í ljós, þannig að við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna. Við þurfum bara að fá betri upplýsingar og meiri.“ Þórólfur segir þá ekki ljóst hvort tilefni yrði til hertari aðgerða hér á landi, ef nýja afbrigðið næði hér fótfestu. Hann segir þá ekki ljóst hvort munur sé á þeim veirustofni sem Íslendingar hafa glímt við að undanförnu og afbrigðinu sem Bretar glíma nú við. „Hún hefur reynst okkur svolítið þung í vöfum þessi veira, hún hefur smitast auðveldlega. Hvort það er einhver munur á henni og svo þessari [þeirri bresku], það vitum við náttúrulega ekki,“ segir Þórólfur. Tekur fréttum af ójafnri bóluefnadreifingu með varúð Bandaríski fréttamiðillinn Bloomberg hefur birt samantekt um hversu mikið magn bóluefnis ríki heims hafa tryggt sér. Samkvæmt henni er Ísland aftarlega á merinni í samanburði við önnur Evrópulönd. Þórólfur kveðst taka slíkum fréttum með varúð, en bendir þó á að kaup á bóluefni séu á forræði heilbrigðisráðuneytisins. „Það sem ég hef séð um dreifingu á bóluefninu frá Pfizer innan Evrópu er bara jafnt á milli þjóða samkvæmt höfðatölu. Þessar fréttir, ég veit ekki hvaðan þær eru komnar eða á hverju þær byggja,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bretland Bólusetningar Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira