Svíar og Frakkar loka á Bretland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 19:54 Mikael Damberg er innanríkisráðherra Svíþjóðar. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30