Fimm konur og átján börn flutt úr ISIS-búðum til Finnlands og Þýskalands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 22:07 Konurnar sneru aftur til Þýskalands og Finnlands ásamt átján börnum núna um helgina. Getty/Nacho Calonge Fimm konur og átján börn sneru aftur til Þýskalands og Finnlands úr búðum sem hafa verið heimili fjölskyldna vígamanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) í Sýrlandi. Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS. Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Yfirvöld beggja ríkja greindu frá því að konurnar og börnin hafi verið sótt nú um helgina vegna mannúðarástæðna. Konurnar eru allar þýskir eða finnskir ríkisborgarar. Þrjár kvennanna voru til rannsóknar vegna gruns um að þær væru hluti af hryðjuverkasamtökunum, að sögn þýskra fréttamiðla. Hundruð Evrópumanna sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin búa í búðum samtakanna í norðurhluta Sýrlands. Margir þeirra eru taldir vera eiginkonur og börn vígamanna ISIS eða stuðningsmenn samtakanna. Evrópsk ríki hafa verið löt við það að sækja ríkisborgara sína sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin vegna öryggishættu sem þau telja steðja að vegna fólksins. Til dæmis má nefna bresku stúlkuna Shamima Begum sem gekk til liðs við samtökin árið 2015 og missti hún í kjölfarið ríkisborgararétt sinn í Bretlandi vegna öryggisráðstafana. Mannréttindasamtök hafa hins vegar hvatt ríki til að sækja ríkisborgara sína og hafa fært þau rök að konur og börn sem búa í búðum samtakanna séu í sérstakri hættu á að verða alvarlega veik eða að snúast til öfgatrúar. Voru allar heilsuveilar Tólf barnanna voru flutt til Þýskalands og konurnar þrjár sem voru til rannsóknar. Utanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að flest barnanna hafi verið munaðarlaus og einhver þeirra hafi verið veik. Þess vegna hafi mikið legið við að flytja þau aftur til Þýskalands. Ein kvennanna var handtekin við komuna á flugvellinum í Frankfurt vegna gruns um að hún væri meðlimur hryðjuverkasamtakanna. Saksóknarar telja að hún hafi gengið til liðs við samtökin í Sýrlandi þegar hún var fimmtán ára gömul. Konurnar voru allar til rannsóknar vegna gruns um að þær hafi gengið til liðs við samtökin en þær voru allar eiginkonur ISIS-liða og voru allar heilsuveilar. Sex börn og tvær konur sneru aftur til Finnlands. Finnsk yfirvöld telja að meira en 600 evrópsk börn og 300 konur, sem eru fjölskyldur ISIS-liða, séu í búðum, sem reknar eru af Kúrdum í norðaustur Sýrlandi. Fréttin hefur verið leiðrétt. Áður sagði að búðirnar væru reknar af hryðjuverkasamtökunum en það er ekki rétt. Í þeim búa hins vegar fjölskyldur og einhverjir vígamenn ISIS.
Sýrland Þýskaland Finnland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Ferðalag kjörseðils í Maricopa-sýslu Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira