Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2020 23:31 Óvíst er hvenær bólusetningar við Covid-19 geta hafist hér á landi en talið er að bóluefni Pfizer og BioNTech fái grænt ljós í Evrópu á morgun. Getty/Francine Orr Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið. Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Líklegt er að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni koma saman til að staðfesta ákvörðunina einum eða tveimur dögum síðar. Ekki er vitað hvenær byrjað verður að bólusetja hér á landi en Íslenska ríkið skrifaði undir samning við Pfizer þann 9. desember síðastliðinn um kaup á 170 þúsund skömmtum, sem munu duga fyrir um 85 þúsund einstaklinga. Stefnt er að því að hefja afhendingu á efninu fyrir lok árs. Takist sérfræðinganefndinni ekki að afgreiða markaðsleyfið á morgun mun nefndin funda aftur þann 29. desember næstkomandi. Fram kemur á heimasíðu Lyfjastofnunar Evrópu að nefndin hafi það að markmiði að afgreiða umsóknina sem fyrst. Bóluefni Pfizer og BioNTech, sem ber heitið BNT162b2, er þegar í notkun í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. Í dag hafa tæplega 78 milljón manns greinst smitaðir af kórónuveirunni alþjóðlega og tæplega 1,7 milljónir látist af völdum hennar samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Hér á Íslandi hafa 5.642 greinst með veiruna og 28 látist. Íslensk stjórnvöld þegar tryggt bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar En stjórnvöld hér á landi hafa ekki aðeins undirritað samning við eitt lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við Covid-19. Þegar hefur Ísland samið við Astra Zeneca og Oxford um kaup á um 230 þúsund skömmtum af bóluefni þeirra og er stefnt að því að byrja að afhenda skammta í Evrópu á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þá er álitið að Lyfjastofnun Evrópu gefi út álit um bóluefni Janssen og Johnson & Johnson í febrúar 2021 og stefna íslensk stjórnvöld á að undirrita kaupsamning í síðasta lagi 23. desember næstkomandi um kaup á 235 þúsund skömmtum. Áætlað er að dreifing á því bóluefni hefjist á þriðja ársfjórðungi næsta árs. Íslensk stjórnvöld hafa því þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegn um samstarf Evrópuþjóða með samningum Evrópusambandsins. Samningarnir þrír, við Pfizer, Astra Zeneca og Janssen, tryggja bóluefni fyrir rúmlega 317 þúsund einstaklinga. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, sagði í samtali við fréttastofu RÚV fyrr í kvöld að hún reikni með að sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu komist að niðurstöðu um bóluefni Pfizer og BioNTech um hádegisbil á morgun. Hún reikni ekki með því að fundurinn verði langur. Búið sé að fara yfir öll helstu ágreiningsefni um bóluefnið.
Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Segja bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar tryggt Íslensk stjórnvöld hafa þegar tryggt bóluefni sem dugir fyrir 87% þjóðarinnar í gegnum samstarf Evrópuþjóða með samningum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. 20. desember 2020 18:44
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Þingkona sýndi frá bólusetningu á Instagram Þingmönnum öldunga- og fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var boðið í bólusetningu á föstudagskvöld. Bandaríska þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez var á meðal þeirra sem þáði bólusetninguna, en bólusetning þingmanna var þáttur í því að tryggja áframhaldandi starfsemi þingsins. 20. desember 2020 07:58