Erlent

Fyrstu smitin í álfunni frá upp­hafi far­aldursins

Atli Ísleifsson skrifar
Umferð til Suðurskautslandsins hefur verið takmörkuð frá upphafi faraldursins.
Umferð til Suðurskautslandsins hefur verið takmörkuð frá upphafi faraldursins. Getty

Suðurskautslandið getur ekki lengur státað af því að vera eina heimsálfan sem hefur verið laus við kórónuveiruna. 36 menn frá Chile, sem staðsettir eru á Suðurskautslandinu, greindust með kórónuveiruna í gær.

Smitin komu upp á rannsóknar- og herstöðinni Bernardo O'Higgins Riquelme, ein þeirra þrettán stöðva sem að Chile-menn reka í álfunni.

Í frétt ABC segir að umferð fólks til Suðurskautslandsins hafi verið takmörkuð í heimsfaraldrinum. 

Þannig sendu Ástralir um 250 vísindamenn til stöðvanna Davis, Mawson og Casey og til Macquarieeyjar, en það er einungis um helmingur af því sem hefur verið síðustu ár. 

Voru Ástralirnir í einangun í tvær vikur í borginni Hobart og sendir þrívegis í sýnatöku áður en þeir fengu heimild til að halda til Suðurskautslandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×