Lögregla rannsakar hótanir í garð forsætisráðherra á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 12:34 Katrín Jakobsdóttir í fylgd lögreglumanna við bryggjuna á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bárust hótanir þar sem hún er stödd á Seyðisfirði í dag ásamt þremur ráðherrum úr ríkisstjórninni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Uppnám varð í Ferjuhúsinu, upplýsingamiðstöð Seyðisfjarðar, rétt fyrir tólf í dag. Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu. Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Katrín var á leið í viðtal í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tólf þegar Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður hennar, kom skyndilega til hennar og dró til hliðar. Var Katrín í framhaldinu flutt inn í starfsmannaaðstöðu í bakherbergi ásamt lögreglumönnum. Til stóð að fulltrúi lögreglu á svæðinu yrði einnig til viðtals í hádegisfréttum varðandi stöðu mála á Seyðisfirði en svo fór að lögregla gaf ekki kost á viðtali. Má segja að andrúmsloftið í Ferjuhúsinu hafi verið rafmagnað um þetta leyti og vissi fjölmiðlafólk á svæðinu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Engin svör var að fá. Katrín Jakobsdóttir ásamt Lísu Kristjánsdóttur, aðstoðarmanni sínum. Sérsveitarmaður fylgir þeim hvert fótmál. Kristján Ólafur yfirlögregluþjónn segir ráðherra hafa verið í fylgd frá komunni til Seyðisfjarðar.Vísir/Vilhelm Eftir því sem fréttastofa kemst næst bárust Katrínu hótanir frá aðila á svæðinu sem varð til þess að uppnáms sem varð í Ferjuhúsinu. Katrín vildi ekki tjá sig um málið við fréttamann á staðnum þegar eftir því var leitað. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að hótanir hafi borist og verið sé að skoða alvarleika þeirra. Málið sé bara í rannsókn. Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins segir hann ekkert meira að segja um málið að svo stöddu. Varðandi lögreglufylgd forsætisráðherra segir Kristján Ólafur að ráðherrararnir hafi verið í lögreglufylgd frá því að þeir mættu til Seyðisfjarðar. Fréttin var uppfærð klukkan 12:54 með viðbrögðum lögreglu á svæðinu.
Lögreglumál Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira