Ljóst að sumir Seyðfirðingar fá ekki að snúa heim fyrir jól Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. desember 2020 13:34 Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur. Nú er ljóst að sumir Seyðfirðingar þurfa að halda jólin annars staðar en heima hjá sér þetta árið. Vísir/Egill Þrátt fyrir að aðstæður á Seyðisfirði hafi farið hratt batnandi eftir að rigningu slotaði og kólna tók í veðri er gert ráð fyrir að hlýni að nýju, í skamman tíma þó, á aðfanga-og jóladag. Þá mun hlána en ekki er útlit fyrir mikla úrkomu á svæðinu. Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Sökum þessa verður ekki hægt að aflétta rýmingu á þeim húsum sem efst standa í byggðinni á jaðri rýmingarsvæðis. Rýming mun því standa óbreytt er varðar þau hús til 27. desember hið minnsta. Ákvörðun um afléttingu rýmingar í öðrum húsum á rýmingarsvæði sem standa neðan við Múlaveg verður tekin síðar í dag. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi, sagði í samtali við fréttastofu að tilkynning yrði send fyrir klukkan sjö í kvöld. Verði rýmingu ekki aflétt í kvöld er gert ráð fyrir að henni verði yfir höfuð ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi 27. desember. Þetta var ákveðið á stöðufundi Almannavarna, Veðurstofu Íslands og Lögreglunnar á Austurlandi í morgun. Á fundinum var rætt um mikilvægi þess að íbúar fengju eins skýr svör og hægt væri hvað varðar aðgengi að húsum og hugsanlega rýmingu yfir jólin. Fyrirsjáanleiki er verðar næstu daga væri mikilvægur. Íbúum, sem búa innan við Búðará og eiga hús á rýmingarsvæði, verður í dag gefinn kostur á að sækja nauðsynjar í hús sín. Þó er hvatt til þess að þeim ferðum verði stillt í hóf en þeir sem vilja þiggja boðið er bent á að gefa sig fram í Ferjuleiru á Seyðisfirði. Veðurstofa Íslands hefur uppfært reitakort fyrir rýmingarsvæðið. Borholuþrýstingur fer minnkandi og koma á fyrir fleiri speglum í hlíðina til að ná fram betri mælingum. Helstu verkefni í dag er vöktun á lokunarpóstum og aðstoð við fólk sem vill líta eftir eignum á rýmingarsvæði. Í forgangi er vinna við rafmagnsöryggi og húshitun. Á fundinum var einnig rætt um hjúkrunarheimilið og um leiðir til að koma því aftur í gagn. Tryggja þurfi að starfsfólks sé til reiðu áður en skjólstæðingar snúi aftur.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Almannavarnir Tengdar fréttir Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25 Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54 Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Seyðisfjörður kominn í vetrarbúning eftir hörmungar síðustu viku Það er búið að snjóa á Seyðisfirði og bærinn allt annar að sjá í dag heldur en síðustu daga. Skriður féllu á bæinn fyrir helgi, sú stærsta á föstudag, með miklu tjóni. Tekin var ákvörðun um að rýma bæinn vegna hættu á frekari skriðum. 21. desember 2020 22:25
Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn. 22. desember 2020 09:54
Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. 21. desember 2020 11:58