Loftfimleikafólk sem féll til jarðar fær sex milljarða í bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2020 15:32 Atriðið bar yfirskriftina „Hangið á hárinu“. Bandaríska fyrirtækið Feld Entertainment, sem á meðal annars hringleikahúsið Ringling Brothers and Barnum & Bailey hefur samþykkt að greiða níu fjöllistamönnum jafnvirði 6,7 milljarða króna fyrir slys sem átti sér stað árið 2014. Um var að ræða fjölskyldu-sýningu á Rhode Island, þar sem tjald féll og fjöllistafólkið birtist hangandi í loftinu, að því er virtist á hárinu. Eftir nokkrar sekúndur féllu hinir átta svífandi loftfimleikamenn hins vegar niður og ofan á dansara sem stóð beint fyrir neðan. Fallið var um tíu metrar. Allir fjöllistamennirnir slösuðust alvarlega en enginn lífshættulega. Hins vegar var bataferlið langt og strangt og sumir munu ennþá þurfa að sækja læknisþjónustu og endurhæfingu. „Þetta var upphæð sem öllum okkar megin hugnaðist; þetta var sanngjörn upphæð og þetta var réttlát upphæð að okkar mati,“ sagði Zachary M. Mandell, lögmaður listafólksins, við New York Times. Hann sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða meiðsl sem myndu hafa varanleg áhrif á líf fólks og að skaðabæturnar yrðu nýttar til að greiða kostnað. Lögmaðurinn sagði ljóst að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hefðu ekki verið gerðar þegar sýningin fór fram en bandaríska vinnueftirlitið (OSHA) komst að þeirri niðurstöðu að slysið hefði mátt rekja til rangrar notkunar á svokölluðum karabínum. Þá benti ekkert til þess að upphengibúnaðurinn hefði verið yfirfarinn og prófaður af sérfræðing áður en hann var notaður í atriðinu. Bandaríkin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Um var að ræða fjölskyldu-sýningu á Rhode Island, þar sem tjald féll og fjöllistafólkið birtist hangandi í loftinu, að því er virtist á hárinu. Eftir nokkrar sekúndur féllu hinir átta svífandi loftfimleikamenn hins vegar niður og ofan á dansara sem stóð beint fyrir neðan. Fallið var um tíu metrar. Allir fjöllistamennirnir slösuðust alvarlega en enginn lífshættulega. Hins vegar var bataferlið langt og strangt og sumir munu ennþá þurfa að sækja læknisþjónustu og endurhæfingu. „Þetta var upphæð sem öllum okkar megin hugnaðist; þetta var sanngjörn upphæð og þetta var réttlát upphæð að okkar mati,“ sagði Zachary M. Mandell, lögmaður listafólksins, við New York Times. Hann sagði að í sumum tilvikum hefði verið um að ræða meiðsl sem myndu hafa varanleg áhrif á líf fólks og að skaðabæturnar yrðu nýttar til að greiða kostnað. Lögmaðurinn sagði ljóst að nauðsynlegar varúðarráðstafanir hefðu ekki verið gerðar þegar sýningin fór fram en bandaríska vinnueftirlitið (OSHA) komst að þeirri niðurstöðu að slysið hefði mátt rekja til rangrar notkunar á svokölluðum karabínum. Þá benti ekkert til þess að upphengibúnaðurinn hefði verið yfirfarinn og prófaður af sérfræðing áður en hann var notaður í atriðinu.
Bandaríkin Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira