Sannir vinir í skriðuhættu á Seyðisfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2020 16:13 Marek og Brimir eru svo sannarlega vinir í raun. Vísir/Vilhelm Vinir í raun. Það má svo sannarlega segja um þá Marek Bäumer og Brimir Christophsson Büchel á Seyðisfirði sem voru í miðri atburðarásinni þegar stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. „Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum. Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
„Þetta var náttúrulega bara skelfilegt að sjá þetta koma niður. Erfitt að sjá öll þessi hús fara. Þegar þetta gerðist þá breyttist eiginlega allt. Allt lokað eiginlega,“ segir Marek í viðtali á Seyðisfirði síðdegis. Brimir, sem er ellefu ára, var heima þegar skriðan féll. „Pabbi bara greip mig, við fórum út og það kom bara skriða og allt,“ segir Brimir en skriðan lenti á húsi fjölskyldu hans sem er illa farið. Hann segist ekkert hafa meitt sig. „Nei, ég meiddi mig ekkert en pabbi meiddi sig af því hann sökk í skriðuna.“ Rennblautur að krókna úr kulda Fjórum dögum eftir hamfarirnar eru merkilega létt yfir vinunum sem greinilega styðja vel hvor annan. Það gerðu þeir líka skömmu eftir að skriðan féll. Fyrir vikið klæðist Brimir peysu Mareks í dag. Vinirnir ræddu við Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, fréttamann okkar, á Seyðisfirði í dag. „Þegar ég var að hlaupa í burtu var ég kominn að Ferjuhúsinu,“ segir Marek en um er að ræða upplýsingamiðstöðina á Seyðisfirði. „Þá koma hinir björgunarsveitarmennirnir með hann, rennblautan, alveg að frjósa og hann krækir sig utan í mig. Ég fer úr peysunni minni og gaf honum peysuna. Svo fór ég eiginlega bara beint heim því ég var eiginlega bara á stuttermapeysu.“ Marek er nefnilega björgunarsveitarmaður þrátt fyrir ungan aldur. Þrettán ára í dag en verður frjótán í næstu viku. Og sá yngsti á svæðinu. Fékk peysu frá Víði „Já, ætli það ekki,“ segir Marek og glottir. Aðspurður hvort hann ætli að verða björgunarsveitarmaður eins og Marek segir Brimir: „Kannski, af því vinur minn Marek gerir það.“ Brimir var klæddur í peysuna sem hann fékk frá Marek í viðtalinu í dag. Marek var klæddur í aðra peysu, sem hann fékk að gjöf frá þjóðþekktum manni. Víðir Reynisson fer yfir stöðu mála með ráðherrum á Seyðisfirði í dag.Vísir/Vilhelm „Ég man aldrei hvað hann heitir - en hann er í þríeykinu. Hann frétti að ég hefði gefið honum peysuna og þetta er gjöf frá slysavarnarfélaginu. Ég fékk sem sagt aðra peysu og gaf honum þessa peysu.“ Best að tala um hamfarirnar Hinn ónefndi er Víðir Reynisson og hlær Marek að því hvernig hann ruglar fólkinu í framlínunni saman. Hann segist ætla að reyna að taka það rólega um jólin. „Mér finnst best að tala um þetta til að koma þessu frá mér. Ég ætla að reyna að hafa það kósý um jólin.“ Brimir verður í Reykjavík yfir hátíðarnar og óvíst með framhaldið enda ástandið á heimili hans slæmt. Hann vill samt búa áfram á Seyðisfirði enda svo skemmtilegt að búa og leika með vinum sínum.
Björgunarsveitir Almannavarnir Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira