Logi um þjálfarateymi Íslands: Geta náð gríðarlega langt í þessu starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. desember 2020 07:01 Logi ræddi við Stöð 2 og Vísi í gær eftir að ljóst var að Arnar Þór myndi taka við landsliðinu með Eið Smára sér við hlið og að Logi yrði aðalþjálfari FH næsta sumar. Stöð 2 Logi Ólafsson er spenntur fyrir nýju þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og telur þá eiga framtíðina fyrir sér. Logi, nýráðinn þjálfari FH – á nýjan leik, var spurður út í ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Logi Ólafsson þekkir bæði vel til Arnars Þórs sem og starfsins en hann var landsliðsþjálfari 1996 til 1997 og svo frá 2003 til 2005 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni frá 2003 til 2005. „Mér lýst bara mjög vel á nýjan landsliðsþjálfara. Ekki síst á félaga hans sem verður þarna með honum,“ sagði Logi og á þar við Eið Smára Guðjohnsen sem þjálfaði FH með Logi síðasta sumar en er orðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Við vorum nú saman síðastliðið sumar og það er gríðarlega mikill „pótens“ í þessum tveimur mönnum. Þeir vinna vel saman, bæta hvorn annan upp og framtíðin er þeirra. Þeir geta náð gríðarlega langt í þessu starfi.“ „Arnar Þór stefndi fyrst að því að verða atvinnumaður í fótbolta og það tókst honum. Á hann glæsilegan feril að baki, 52 A-landsleiki og síðan er greinilegt hvert hugurinn hefur stefnt. Hann hefur drukkið í sig þau fræði hvar sem hann hefur verið og það er að skila sér ásamt því að vera mjög vel menntaður í þessu,“ sagði Logi um nýjan aðalþjálfara íslenska karlalandsliðsins. „Hann náði góðum árangri með U21 landsliðinu þannig ég vona bara að þeir haldi áfram á sömu braut þessir félagar.“ „Arnar Þór er fyrst og fremst rosalega duglegur maður og það sem hann hefur gert niðri hjá Knattspyrnusambandi sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari hjá U21 er frábært svo mér finnst þetta eðlilegt framhald,“ sagði Logi að lokum. Þess má til gamans geta að Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, verður aðstoðarmaður Loga hjá FH. Fótbolti Sportpakkinn FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46 FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Logi, nýráðinn þjálfari FH – á nýjan leik, var spurður út í ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Logi Ólafsson þekkir bæði vel til Arnars Þórs sem og starfsins en hann var landsliðsþjálfari 1996 til 1997 og svo frá 2003 til 2005 ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni frá 2003 til 2005. „Mér lýst bara mjög vel á nýjan landsliðsþjálfara. Ekki síst á félaga hans sem verður þarna með honum,“ sagði Logi og á þar við Eið Smára Guðjohnsen sem þjálfaði FH með Logi síðasta sumar en er orðinn aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. „Við vorum nú saman síðastliðið sumar og það er gríðarlega mikill „pótens“ í þessum tveimur mönnum. Þeir vinna vel saman, bæta hvorn annan upp og framtíðin er þeirra. Þeir geta náð gríðarlega langt í þessu starfi.“ „Arnar Þór stefndi fyrst að því að verða atvinnumaður í fótbolta og það tókst honum. Á hann glæsilegan feril að baki, 52 A-landsleiki og síðan er greinilegt hvert hugurinn hefur stefnt. Hann hefur drukkið í sig þau fræði hvar sem hann hefur verið og það er að skila sér ásamt því að vera mjög vel menntaður í þessu,“ sagði Logi um nýjan aðalþjálfara íslenska karlalandsliðsins. „Hann náði góðum árangri með U21 landsliðinu þannig ég vona bara að þeir haldi áfram á sömu braut þessir félagar.“ „Arnar Þór er fyrst og fremst rosalega duglegur maður og það sem hann hefur gert niðri hjá Knattspyrnusambandi sem yfirmaður knattspyrnumála og þjálfari hjá U21 er frábært svo mér finnst þetta eðlilegt framhald,“ sagði Logi að lokum. Þess má til gamans geta að Davíð Þór Viðarsson, bróðir Arnars Þórs, verður aðstoðarmaður Loga hjá FH.
Fótbolti Sportpakkinn FH Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46 FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55 Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19 Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41 Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Þetta var tiltölulega einföld ákvörðun fyrir mig Logi Ólafsson segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að taka við FH á nýjan leik er það stóð til boða. Hann telur liðið þó þurfa að bæta við sig leikmönnum til að geta barist á toppi Íslandsmótsins næsta sumar. 22. desember 2020 18:46
FH fékk bætur fyrir Eið Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi borgað FH bætur fyrir að losa Eið Smára Guðjohnsen úr starfi hjá Hafnarfjarðarliðinu. 22. desember 2020 14:55
Logi ráðinn þjálfari FH Logi Ólafsson er tekinn við FH í Pepsi Max deild karla og mun stýra liðinu á næstu leiktíð. Eiður Smári Guðjohnsen er hættur hjá félaginu og tekinn til starfa hjá KSÍ. 22. desember 2020 12:19
Svona var fundurinn er Arnar og Eiður voru kynntir Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 22. desember 2020 14:41
Arnar Þór ráðinn þjálfari A-landsliðsins og Eiður Smári aðstoðar Knattspyrnusamband Íslands hefur gengið frá ráðningu Arnars Þórs Viðarssonar sem nýs þjálfara A landsliðs karla til næstu tveggja ára og hefur hann þegar hafið störf. 22. desember 2020 10:37