Vildi selja Tesla til Apple en fékk ekki fund Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 13:42 Elon Musk sagðist hafa hugsað sér að selja Tesla á um einn tíunda þess sem fyrirtækið er virði í dag. AP/Hannibal Hanschke Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og geimferðafyrirtæksisins SpaceX, svo eitthvað sé nefnt, sagði frá því í gær að hann hefði leitað til Tim Cook, forstjóra Apple, til að kanna hvort forsvarsmenn Apple væru tilbúnir til að skoða kaup á Tesla. Hann segir Cook ekki hafa viljað funda með sér. Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera. Tesla Apple Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Í tísti í gær sagði Musk að hann hefði leitað til Cook á myrkustu dögum framleiðslu Model 3 bíla Tesla. Hann hafi með verð í huga sem hafi verið um einn tíundi af markaðsvirði Tesla í dag. Musk tísti þessari frásögn eftir að fregnir bárust af því að Apple stefndi á að þróa og byggja eigin rafmagnsbíla fyrir árið 2024. Sjá einnig: Apple sagt stefna á framleiðslu rafbíla árið 2024 Financial Times segir að líklegast sé Musk að vísa til miðs árs 2017, þegar Tesla varð næstum því gjaldþrota. Heimildarmaður miðilsins sem þekkir til málsins staðfesti að Musk hefði leitað til Cook en man ekki nákvæmlega hvenær. During the darkest days of the Model 3 program, I reached out to Tim Cook to discuss the possibility of Apple acquiring Tesla (for 1/10 of our current value). He refused to take the meeting.— Elon Musk (@elonmusk) December 22, 2020 Þá segir FT að fáir myndu tapa meira en Tesla ef áætlanir Apple verða að veruleika. Að tæknirisinn gæti beitt markaðsstöðu sinni, aðföngum og ímynd til að selja rafmagnsbíla. Til marks um það þá hækkuðu hlutabréf Apple í virði um 2,9 prósent í gær og hlutabréf Tesla lækkuðu um 1,5. Þá segir Guardian frá því að Musk hafi ætlað að selja Tesla til Google árið 2013 en tekist hafi að bjarga fyrirtækinu með aukinni sölu rafmagnsbíla. Þá hafi Musk sagt öllum starfsmönnum Tesla að selja bíla því annars væru þau búin að vera.
Tesla Apple Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira