Efnið er framleitt í verksmiðju Pfizer í Belgíu og hefur nú verið dreift til Bretlands, Frakklands, Danmerkur og Noregs, svo dæmi séu tekin. Fyrstu bólusetningar í Frakklandi verða á tveimur hjúkrunarheimilum samkvæmt frétt Guardian, á sama tíma og þær hefjast í öðrum aðildarríkjum.
Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns.
Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári.



