Þetta með traustið Henry Alexander Henrysson skrifar 27. desember 2020 15:00 Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar