Hápunktar ársins 2020 í íþróttum erlendis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 10:00 2020 var ekki allra en Liverpool, Los Angeles Lakers og Bayern fögnuðu tókst öllum að landa stórum titlum sem þau hafa ekki unnið í töluverðan tíma. EPA/EFA/GETTY Nú þegar lengsta ár í manna minnum er að renna sitt skeið er best að renna yfir það helsta sem gerðist á árinu 2020. Segja má að nokkur þemu séu alls ráðandi. Kórónufaraldurinn hafði að sjálfsögðu sín áhrif á íþróttalíf hér heima sem og erlendis. Deildarkeppnum var frestað og jafnvel aflýst. Stórveldi risu upp úr öskunni og þá missti íþróttaheimurinn tvær af sínum dáðustu stjörnum alltof snemma. Andlát Kobe Bryant Árið 2020 byrjaði vægast sagt illa en þann 26. janúar lést Kobe Bryant ásamt sjö öðrum, þar á meðal dóttur sinni Gianna Bryant, í þyrluslysu í Los Angeles. Bryant gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni frá árinu 1996 til 2016. Alls vann Kobe fimm meistaratitla með Lakers ásamt fjölda einstaklingsverðlauna. Hans verður ætíð minnst sem eins besta körfuknattleiksmanns allra tíma og lést hann langt fyrir aldur fram. Kobe var 41 árs gamall er hann lést og Gianna var 13 ára gömul. Tengdasonur Mofellsbæjar allt í öllu í NFL Þann 3. febrúar vann Kansas City Chiefs sinn fyrsta NFL-titill í hálfa öld. Liðið vann þá frábæran 31-20 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fram fór í Miami að þessu sinni. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs og maður sem við Íslendingar þekkjum sem tengdason Mosfellsbæjar stýrði liði sínu til sigurs en hann var allt í öllu er leið á leikinn. Hinn 24 ára gamli Mahomes er nú trúlofaður Brittany Matthews en sú lék knattspyrnu með Aftureldingu sumarið 2017 og var Mahomes með henni um tíma í Mosfellsbænum. Í ár skrifaði hann svo undir sannkallaðan risasamning hjá Chiefs upp á litlar 500 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Deildir stöðvaðar vegna kórónufaraldursins Íþróttalíf um heim allan var sett á ís vegna kórónufaraldursins síðasta vor. Þann 12. mars var það staðfest að NBA-deildin í körfubolta yrði sett á ís meðan reynt yrði að finna lausn á því hvernig hægt væri að klára tímabilið á sem öruggastan hátt. Degi síðar var ákveðið að fresta Meistara- og Evrópudeildinni í knattspyrnu. Upp kom sú hugmynd að klára NBA-tímabilið í Disney World í Flórída. Talað var um NBA-kúluna [e. NBA-bubble] en enginn utanaðkomandi mátti koma inn og gætt var að sóttvörnum til hins ýtrasta. Sama hugmynd kom upp í fótboltaheiminum en bæði Meistara- og Evrópudeildin voru á endanum leiknar í slíkum „kúlum.“ Stórveldi urðu loks meistarar á ný Loksins loksins fór íþróttalíf Evrópu og heimsins aftur af stað. Á Englandi var Liverpool svo gott sem orðið meistari er deildin var sett á ís en það þurfti samt sem áður að klára deildina til þess að lærisveinar Jürgen Klopp gætu formlega fagnað fyrsta Englandsmeistaratitli félagsins í 30 ár. Það tókst loksins þann 25. júní er liðið lagði Chelsea. Klopp fór eðlilega að hágráta er hann ræddi Englandsmeistaratitilinn. „Því miður, hef ég enginn orð. Þetta er ótrúlegt. Þetta er mikið meira en ég hélt að væri mögulegt. Að verða meistari með þessu félagi er algjrölega stórkostlegt,“ sagði Klopp. „Að vita hversu mikið Kenny styður okkur, þetta er fyrir þig líka Kenny. Þú þurftir að bíða í 30 ár eftir að félagið myndi vinna þetta og þetta er líka fyrir Stevie sem hafði beðið í langan tíma. Þetta er allt byggt á sál þinni Kenny, arfleifð Stevie og strákarnir dýrka þig. Það er auðvelt fyrir mig að hvetja liðið með þessa frábæru sögu svo þetta er ótrúlegt.“ Þá tókst Real Madrid að landa spænska meistaratitlinum eftir frábæran sprett eftir að La Liga fór að stað á nýjan leik eftir að allt hafði verið stöðvað vegna kórónufaraldursins. Sá titill var endanlega staðfestur þann 16. júlí. Juventus varð svo Ítalíumeistari í níunda skipti í röð og Bayern München varð Þýskalandsmeistari áttunda árið í röð. Bæjarar gerðu gott betur og unnu Meistaradeild Evrópu sömuleiðis. 100% - FC Bayern München are the first side in European Cup/Champions League history to win 100% of their games in a single campaign en route to lifting the trophy (11 wins). Flawless. #PSGFCB #UCLfinal pic.twitter.com/taT6pn23Ik— OptaJoe (@OptaJoe) August 23, 2020 Urðu þeir fyrsta liðið til að vinna alla leiki sína í keppninni en liðið lék aðeins 13 leiki þar sem regluverkinu var breytt sökum kórónufaraldursins. Leikið var í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða og undanúrslitum í stað þess að lið leiki heima og að heiman líkt og venja er. Fór það svo að Bæjarar mættu stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain í úrslitaleik í Lisabon í Portúgal. Lauk leiknum með 1-0 sigri Bayern þökk sé marki Kingsley Coman. Allt á afturfótunum í Katalóníu Þó Bayern hafi unnið PSG í úrslitum Meistaradeildarinnar var það leikur þeirra við Barcelona sem stóð hvað mest upp úr í Meistaradeildar-búbblunni svokölluðu. Ekki að ástæðulausu þar sem Bæjarar unnu 8-2 stórsigur sem þýddi að Börsungar höfðu hent frá sér titlinum heima fyrir og létu svo í kjölfarið henda sér öfugum út úr deild þeirra bestu. Tapið dró dilk á eftir sér en Luis Suarez yfirgaf félagið er tímabilinu lauk og skömmu síðar gaf Lionel Messi, argentíski snillingurinn sem hefur verið andlit Börsunga í meira en áratug, út yfirlýsingu. Hann vildi yfirgefa félagið. Messi taldi sig geta farið frítt en það var upphaflega ákvæði þess efnis í samningi hans að hann gæti rift honum um sumarið 2020. Þar sem tímabilið drógst á langinn vildu Börsungar meina að ákvæðið hefði fallið úr gildi. Það fór svo að Messi var á endanum áfram í Katalóníu en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og gæti yfirgefið félagið strax í janúar 2021. Eins og staðan er í dag verður Lionel Messi samningslaus sumarið 2021. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 LeBron landaði þeim stóra með Lakers Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta þann 12. október. Var það 17. meistaratitill í sögu félagsins en sá fyrsti frá árinu 2010 er Kobe Bryant heitinn var allt í öllu hjá félaginu. Að þessu sinni voru það ofurstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis sem fóru fyrir Lakers-liðinu. Með sigri liðsins lauk þriggja mánaða lokasprett deildarinnar sem fór allur fram í Disneygarðinum í Flórída. LeBron James fór mikinn í leiknum og og gerði tvöfdada þrennu í leiknum. Hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og tíu stoðsendingar. Þetta var hans fjórði titill en hann átti fyrir tvo með Miami Heat og einn með Cleveland Cavaliers. Proud of my friend @KingJames for his fourth title, fourth Finals MVP, and for not only living up to the hype after seventeen seasons, but surpassing it as an extraordinary leader both on the court and in the public arena fighting for education, social justice, and our democracy. pic.twitter.com/2IB3ZDI4Nf— Barack Obama (@BarackObama) October 12, 2020 Andlát Diego Maradona Ef 2020 hafði ekki verið nægilega súrt þá lést Diego Armando Maradona - einn besti knattspyrnumaður allra tíma - þann 25. nóvember, aðeins sextugur að aldri. „Maradona leiddi argentínska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990. Segja má að hann hafi spilað á heimavelli í keppninni enda þáverandi leikmaður Napólí í samnefndri ítalskri borg í suðurhluta landsins. Með Napólí varð hann meðal annars tvívegis ítalskur meistari og vann UEFA-bikarinn. Hann er í guðatölu hjá félaginu sem hvorki fyrr né síðar hefur unnið ítalska meistaratitilinn," segir í frétt Vísis um argentíska snillinginn sem lést langt fyrir aldur fram. Fréttir ársins 2020 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Kórónufaraldurinn hafði að sjálfsögðu sín áhrif á íþróttalíf hér heima sem og erlendis. Deildarkeppnum var frestað og jafnvel aflýst. Stórveldi risu upp úr öskunni og þá missti íþróttaheimurinn tvær af sínum dáðustu stjörnum alltof snemma. Andlát Kobe Bryant Árið 2020 byrjaði vægast sagt illa en þann 26. janúar lést Kobe Bryant ásamt sjö öðrum, þar á meðal dóttur sinni Gianna Bryant, í þyrluslysu í Los Angeles. Bryant gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni frá árinu 1996 til 2016. Alls vann Kobe fimm meistaratitla með Lakers ásamt fjölda einstaklingsverðlauna. Hans verður ætíð minnst sem eins besta körfuknattleiksmanns allra tíma og lést hann langt fyrir aldur fram. Kobe var 41 árs gamall er hann lést og Gianna var 13 ára gömul. Tengdasonur Mofellsbæjar allt í öllu í NFL Þann 3. febrúar vann Kansas City Chiefs sinn fyrsta NFL-titill í hálfa öld. Liðið vann þá frábæran 31-20 sigur á San Francisco 49ers í leiknum um Ofurskálina sem fram fór í Miami að þessu sinni. Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs og maður sem við Íslendingar þekkjum sem tengdason Mosfellsbæjar stýrði liði sínu til sigurs en hann var allt í öllu er leið á leikinn. Hinn 24 ára gamli Mahomes er nú trúlofaður Brittany Matthews en sú lék knattspyrnu með Aftureldingu sumarið 2017 og var Mahomes með henni um tíma í Mosfellsbænum. Í ár skrifaði hann svo undir sannkallaðan risasamning hjá Chiefs upp á litlar 500 milljónir Bandaríkjadala eða rúmlega 70 milljarða íslenskra króna. Deildir stöðvaðar vegna kórónufaraldursins Íþróttalíf um heim allan var sett á ís vegna kórónufaraldursins síðasta vor. Þann 12. mars var það staðfest að NBA-deildin í körfubolta yrði sett á ís meðan reynt yrði að finna lausn á því hvernig hægt væri að klára tímabilið á sem öruggastan hátt. Degi síðar var ákveðið að fresta Meistara- og Evrópudeildinni í knattspyrnu. Upp kom sú hugmynd að klára NBA-tímabilið í Disney World í Flórída. Talað var um NBA-kúluna [e. NBA-bubble] en enginn utanaðkomandi mátti koma inn og gætt var að sóttvörnum til hins ýtrasta. Sama hugmynd kom upp í fótboltaheiminum en bæði Meistara- og Evrópudeildin voru á endanum leiknar í slíkum „kúlum.“ Stórveldi urðu loks meistarar á ný Loksins loksins fór íþróttalíf Evrópu og heimsins aftur af stað. Á Englandi var Liverpool svo gott sem orðið meistari er deildin var sett á ís en það þurfti samt sem áður að klára deildina til þess að lærisveinar Jürgen Klopp gætu formlega fagnað fyrsta Englandsmeistaratitli félagsins í 30 ár. Það tókst loksins þann 25. júní er liðið lagði Chelsea. Klopp fór eðlilega að hágráta er hann ræddi Englandsmeistaratitilinn. „Því miður, hef ég enginn orð. Þetta er ótrúlegt. Þetta er mikið meira en ég hélt að væri mögulegt. Að verða meistari með þessu félagi er algjrölega stórkostlegt,“ sagði Klopp. „Að vita hversu mikið Kenny styður okkur, þetta er fyrir þig líka Kenny. Þú þurftir að bíða í 30 ár eftir að félagið myndi vinna þetta og þetta er líka fyrir Stevie sem hafði beðið í langan tíma. Þetta er allt byggt á sál þinni Kenny, arfleifð Stevie og strákarnir dýrka þig. Það er auðvelt fyrir mig að hvetja liðið með þessa frábæru sögu svo þetta er ótrúlegt.“ Þá tókst Real Madrid að landa spænska meistaratitlinum eftir frábæran sprett eftir að La Liga fór að stað á nýjan leik eftir að allt hafði verið stöðvað vegna kórónufaraldursins. Sá titill var endanlega staðfestur þann 16. júlí. Juventus varð svo Ítalíumeistari í níunda skipti í röð og Bayern München varð Þýskalandsmeistari áttunda árið í röð. Bæjarar gerðu gott betur og unnu Meistaradeild Evrópu sömuleiðis. 100% - FC Bayern München are the first side in European Cup/Champions League history to win 100% of their games in a single campaign en route to lifting the trophy (11 wins). Flawless. #PSGFCB #UCLfinal pic.twitter.com/taT6pn23Ik— OptaJoe (@OptaJoe) August 23, 2020 Urðu þeir fyrsta liðið til að vinna alla leiki sína í keppninni en liðið lék aðeins 13 leiki þar sem regluverkinu var breytt sökum kórónufaraldursins. Leikið var í Portúgal og var aðeins einn leikur í 8-liða og undanúrslitum í stað þess að lið leiki heima og að heiman líkt og venja er. Fór það svo að Bæjarar mættu stjörnuprýddu liði Paris Saint-Germain í úrslitaleik í Lisabon í Portúgal. Lauk leiknum með 1-0 sigri Bayern þökk sé marki Kingsley Coman. Allt á afturfótunum í Katalóníu Þó Bayern hafi unnið PSG í úrslitum Meistaradeildarinnar var það leikur þeirra við Barcelona sem stóð hvað mest upp úr í Meistaradeildar-búbblunni svokölluðu. Ekki að ástæðulausu þar sem Bæjarar unnu 8-2 stórsigur sem þýddi að Börsungar höfðu hent frá sér titlinum heima fyrir og létu svo í kjölfarið henda sér öfugum út úr deild þeirra bestu. Tapið dró dilk á eftir sér en Luis Suarez yfirgaf félagið er tímabilinu lauk og skömmu síðar gaf Lionel Messi, argentíski snillingurinn sem hefur verið andlit Börsunga í meira en áratug, út yfirlýsingu. Hann vildi yfirgefa félagið. Messi taldi sig geta farið frítt en það var upphaflega ákvæði þess efnis í samningi hans að hann gæti rift honum um sumarið 2020. Þar sem tímabilið drógst á langinn vildu Börsungar meina að ákvæðið hefði fallið úr gildi. Það fór svo að Messi var á endanum áfram í Katalóníu en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning og gæti yfirgefið félagið strax í janúar 2021. Eins og staðan er í dag verður Lionel Messi samningslaus sumarið 2021. Lionel Messi: 'I wasn t happy and wanted to leave. I have not been allowed this in any way and I will stay at the club so as not to get into a legal dispute. The management of the club led by Bartomeu is a disaster' https://t.co/CgGRy1VCgx pic.twitter.com/bjzR8eYcrV— Guardian sport (@guardian_sport) September 4, 2020 LeBron landaði þeim stóra með Lakers Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta þann 12. október. Var það 17. meistaratitill í sögu félagsins en sá fyrsti frá árinu 2010 er Kobe Bryant heitinn var allt í öllu hjá félaginu. Að þessu sinni voru það ofurstjörnurnar LeBron James og Anthony Davis sem fóru fyrir Lakers-liðinu. Með sigri liðsins lauk þriggja mánaða lokasprett deildarinnar sem fór allur fram í Disneygarðinum í Flórída. LeBron James fór mikinn í leiknum og og gerði tvöfdada þrennu í leiknum. Hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og tíu stoðsendingar. Þetta var hans fjórði titill en hann átti fyrir tvo með Miami Heat og einn með Cleveland Cavaliers. Proud of my friend @KingJames for his fourth title, fourth Finals MVP, and for not only living up to the hype after seventeen seasons, but surpassing it as an extraordinary leader both on the court and in the public arena fighting for education, social justice, and our democracy. pic.twitter.com/2IB3ZDI4Nf— Barack Obama (@BarackObama) October 12, 2020 Andlát Diego Maradona Ef 2020 hafði ekki verið nægilega súrt þá lést Diego Armando Maradona - einn besti knattspyrnumaður allra tíma - þann 25. nóvember, aðeins sextugur að aldri. „Maradona leiddi argentínska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn á HM á Ítalíu 1990. Segja má að hann hafi spilað á heimavelli í keppninni enda þáverandi leikmaður Napólí í samnefndri ítalskri borg í suðurhluta landsins. Með Napólí varð hann meðal annars tvívegis ítalskur meistari og vann UEFA-bikarinn. Hann er í guðatölu hjá félaginu sem hvorki fyrr né síðar hefur unnið ítalska meistaratitilinn," segir í frétt Vísis um argentíska snillinginn sem lést langt fyrir aldur fram.
Fréttir ársins 2020 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti