Gekk berfættur í snjónum fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 13:00 Ben Jones sést hér berfættur í snjónum fyrir leik Tennessee Titans í nótt. Getty/Stacy Revere Næturleikurinn í NFL-deildinni fór fram í snjókomu í Green Bay en Benjamin Jones, senterinn í liði Tennessee Titans, vakti mikla athygli fyrir uppátæki sitt fyrir leik. Það er ekki alltaf sem atburðir fyrir leiki eru fréttnæmir en ein af undantekningunum var fyrir leik Green Bay Packers og Tennessee Titans í sextándu viku ameríska fótboltans. Benjamin Jones lét nefnilega ekki slæmt veður stoppa sig í því að heiðra bróður sinn fyrir leik með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Walking in a Winter Wonderland #TENvsGB pic.twitter.com/8i1eqSPqHI— Tennessee Titans (@Titans) December 27, 2020 Ben Jones, eins og hann er oftast kallaður, heiðrar alltaf bróður sinn með því að ganga berfættur út á völlinn fyrir hvern leik. Veðuraðstæður fyrir leik Tennessee Titans á móti Green Bay Packers voru þó allt annað en heppilegar fyrir Jones sem var samt ákveðinni í því að halda í hefðina. Það snjóaði mikið fyrir leikinn og völlurinn var á kaf í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir það að Jones fór berfættur út ú kuldann og gekk um völlinn. Ben Jones er annars engin smásmíði en hann spilar mikilvæga stöðu í miðri sóknarlínunni og það er einmitt hann sem kastar boltanum aftur til leikstjórnandans. Jones er 191 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum ganga um í snjónum rétt fyrir leikinn í nótt. Each week, @Titans Ben Jones walks out onto the field barefoot and says a prayer to honor his brother.A little snow at Lambeau Field will not stop him. pic.twitter.com/V1FFesBXqt— Sunday Night Football (@SNFonNBC) December 27, 2020 NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Það er ekki alltaf sem atburðir fyrir leiki eru fréttnæmir en ein af undantekningunum var fyrir leik Green Bay Packers og Tennessee Titans í sextándu viku ameríska fótboltans. Benjamin Jones lét nefnilega ekki slæmt veður stoppa sig í því að heiðra bróður sinn fyrir leik með liði Tennessee Titans í NFL-deildinni í nótt. Walking in a Winter Wonderland #TENvsGB pic.twitter.com/8i1eqSPqHI— Tennessee Titans (@Titans) December 27, 2020 Ben Jones, eins og hann er oftast kallaður, heiðrar alltaf bróður sinn með því að ganga berfættur út á völlinn fyrir hvern leik. Veðuraðstæður fyrir leik Tennessee Titans á móti Green Bay Packers voru þó allt annað en heppilegar fyrir Jones sem var samt ákveðinni í því að halda í hefðina. Það snjóaði mikið fyrir leikinn og völlurinn var á kaf í snjó. Það kom þó ekki í veg fyrir það að Jones fór berfættur út ú kuldann og gekk um völlinn. Ben Jones er annars engin smásmíði en hann spilar mikilvæga stöðu í miðri sóknarlínunni og það er einmitt hann sem kastar boltanum aftur til leikstjórnandans. Jones er 191 sentimetrar á hæð og 140 kíló. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum ganga um í snjónum rétt fyrir leikinn í nótt. Each week, @Titans Ben Jones walks out onto the field barefoot and says a prayer to honor his brother.A little snow at Lambeau Field will not stop him. pic.twitter.com/V1FFesBXqt— Sunday Night Football (@SNFonNBC) December 27, 2020
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira