Úr háum snúningi ferðaþjónustunnar yfir í lágan snúning skíðalyftunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. desember 2020 13:00 Margar hendur vinna létt verk Mynd/Anton Freyr Birgisson Það styttist óðum í að hægt verði að fara aftur á skíði á skíðasvæðinu við Kröflu eftir margra ára hlé, þökk sé sjálfboðaliðum sem vilja ólmir komast á skíði í sveitinni. Í Mývatnssveit hafa menn nýtt tímann afskaplega vel í kórónuveirufaraldrinum til þess að koma skíðalyftunni sem staðsett er skammt frá Kröfluvirkjun aftur í gagnið. Lyftan var fyrst tekin í notkun árið 2001. „Hún fékkst gefins þessi lyfta og bjartsýnismenn töldu að það væri snjallt að koma henni hérna fyrir og hún var gangsett og vígð 2001 þannig að á næsta ári eru 20 ára afmæli lyftunnar,“ segir Héðinn Björnsson, einn af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komið hafa að því undanfarna mánuði að koma lyftunni aftur af stað. „2015 er síðasta skoðun sem hún fær og hún hefur lítið verið gangsett eftir það, aðeins. Við ákváðum að nota tækifærið núna, það er tími. Það er Covid og menn hafa tíma í þetta og að reyna að koma þessu í gang aftur,“ segir Héðinn. Undir þetta tekur Anton Freyr Birgisson, sem ásamt Héðni hefur haft veg og að vanda að því að koma lyftunni aftur af stað. Það hefur verið nóg að gera í ferðaþjónustunni í Mývatnssveit undanfarin ár, og því lítill tími fyrir gæluverkefni á borð við þetta, þangað til nú. „Við búum hérna í ferðaþjónustusamfélagi og erum búnir að vera á svolitlum háum snúningi, ég vinn sem leiðsögumaður, hann sem kokkur og svo framvegis. Nú höfum við tíma, það er ótrúlegur hópur af sjálfboðaliðum sem hefur verið hérna,“ segir Anton. Allir hjálpa til, meira að segja lyftuframleiðandinn Þeir segja alla í sveitinni boðna og búna til þess að gera sitt til þess að koma lyftunni aftur af stað. „Þetta eru bara foreldrar, þetta er fólk sem á sér þann draum að sjá þetta koma saman. Stuðningurinn sem við höfum fengið við þetta er gríðarlegur. Við höfum ekki peninga til að gera mikið en við höfum tíma, við höfum nágranna okkar í Kröflu sem eru búnir að leggja mikinn tíma og metnað í að koma þessu saman, alls konar sérfræðingar sem að að hjálpa til. Anton Freyr Birgisson, til vinstri, og Héðinn Björnsson til hægri, fara fyrir vaskri sveit heimamanna sem eru að gera lyftuna góðu upp.Vísir/Tryggvi Allir, fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu að moða í augnablikinu eru samt sem áður að leggja okkur til mikinn stuðning og hjálp, öðruvísi væri þetta náttúrulega aldrei hægt,“ segir Héðinn. Vinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði með aðstoð franska lyftuframleiðendans Poma, sem virðist hafa þó nokkurn áhuga á verkefninu, auk þess sem að Vinnueftirlitið hefur veitt heimamönnum ráðgjöf þegar á þurft hefur að halda. „Ætli það séu ekki að vera komnir hérna vel á sjötta hundrað klukkutíma sem er búið að vera að dunda hérna kvöld og helgar síðan í haust. Þetta er allt að koma, þetta er allt að verða klárt,“ segir Anton. Styttist í stóru stundina Það styttist í að hægt verði að renna sér aftur á skíðasvæðinu við Kröflu. „Við ætlum að ræsa þessa lyftu með pomp og prakt á næsta ári, þá verður tuttugu ára afmæli. Það verður vonandi í janúar eða febrúar,“ segir Héðinn. Hvað skíðasvæði varðar er þessi staðsetning ekki amaleg.Mynd/Anton Freyr Birgisson Að lokum liggur beinast við að spyrja hvað það er sem drífur þá áfram í að koma hátt í 40 ára gamalli lyftu aftur af stað? „Við höfum valið okkur að búa á jafn frábærum stað og Mývatnssveit. Partur af því er að styðja samfélagið og hafa eitthvað fyrir börnin að gera. Mér finnst bara gaman að fara á skíði og mig langar til þess að hafa skíðalyftu í bakgarðinum, þá þarftu að smíða skíðalyftu, það gefur auga leið,“ segir Anton hlæjandi. „Og reyna að koma í gang smá starfi þannig að við getum haft krakkana okkar á skíðum og kennt á skíði og halda uppi smá arfleifð sem við tókum við hérna frá snillingum sem settu þetta upp á sínum tíma,“ bætir Héðinn við. Skíðasvæði Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í Mývatnssveit hafa menn nýtt tímann afskaplega vel í kórónuveirufaraldrinum til þess að koma skíðalyftunni sem staðsett er skammt frá Kröfluvirkjun aftur í gagnið. Lyftan var fyrst tekin í notkun árið 2001. „Hún fékkst gefins þessi lyfta og bjartsýnismenn töldu að það væri snjallt að koma henni hérna fyrir og hún var gangsett og vígð 2001 þannig að á næsta ári eru 20 ára afmæli lyftunnar,“ segir Héðinn Björnsson, einn af þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komið hafa að því undanfarna mánuði að koma lyftunni aftur af stað. „2015 er síðasta skoðun sem hún fær og hún hefur lítið verið gangsett eftir það, aðeins. Við ákváðum að nota tækifærið núna, það er tími. Það er Covid og menn hafa tíma í þetta og að reyna að koma þessu í gang aftur,“ segir Héðinn. Undir þetta tekur Anton Freyr Birgisson, sem ásamt Héðni hefur haft veg og að vanda að því að koma lyftunni aftur af stað. Það hefur verið nóg að gera í ferðaþjónustunni í Mývatnssveit undanfarin ár, og því lítill tími fyrir gæluverkefni á borð við þetta, þangað til nú. „Við búum hérna í ferðaþjónustusamfélagi og erum búnir að vera á svolitlum háum snúningi, ég vinn sem leiðsögumaður, hann sem kokkur og svo framvegis. Nú höfum við tíma, það er ótrúlegur hópur af sjálfboðaliðum sem hefur verið hérna,“ segir Anton. Allir hjálpa til, meira að segja lyftuframleiðandinn Þeir segja alla í sveitinni boðna og búna til þess að gera sitt til þess að koma lyftunni aftur af stað. „Þetta eru bara foreldrar, þetta er fólk sem á sér þann draum að sjá þetta koma saman. Stuðningurinn sem við höfum fengið við þetta er gríðarlegur. Við höfum ekki peninga til að gera mikið en við höfum tíma, við höfum nágranna okkar í Kröflu sem eru búnir að leggja mikinn tíma og metnað í að koma þessu saman, alls konar sérfræðingar sem að að hjálpa til. Anton Freyr Birgisson, til vinstri, og Héðinn Björnsson til hægri, fara fyrir vaskri sveit heimamanna sem eru að gera lyftuna góðu upp.Vísir/Tryggvi Allir, fyrirtæki sem hafa ekki úr miklu að moða í augnablikinu eru samt sem áður að leggja okkur til mikinn stuðning og hjálp, öðruvísi væri þetta náttúrulega aldrei hægt,“ segir Héðinn. Vinnan hefur staðið yfir í nokkra mánuði með aðstoð franska lyftuframleiðendans Poma, sem virðist hafa þó nokkurn áhuga á verkefninu, auk þess sem að Vinnueftirlitið hefur veitt heimamönnum ráðgjöf þegar á þurft hefur að halda. „Ætli það séu ekki að vera komnir hérna vel á sjötta hundrað klukkutíma sem er búið að vera að dunda hérna kvöld og helgar síðan í haust. Þetta er allt að koma, þetta er allt að verða klárt,“ segir Anton. Styttist í stóru stundina Það styttist í að hægt verði að renna sér aftur á skíðasvæðinu við Kröflu. „Við ætlum að ræsa þessa lyftu með pomp og prakt á næsta ári, þá verður tuttugu ára afmæli. Það verður vonandi í janúar eða febrúar,“ segir Héðinn. Hvað skíðasvæði varðar er þessi staðsetning ekki amaleg.Mynd/Anton Freyr Birgisson Að lokum liggur beinast við að spyrja hvað það er sem drífur þá áfram í að koma hátt í 40 ára gamalli lyftu aftur af stað? „Við höfum valið okkur að búa á jafn frábærum stað og Mývatnssveit. Partur af því er að styðja samfélagið og hafa eitthvað fyrir börnin að gera. Mér finnst bara gaman að fara á skíði og mig langar til þess að hafa skíðalyftu í bakgarðinum, þá þarftu að smíða skíðalyftu, það gefur auga leið,“ segir Anton hlæjandi. „Og reyna að koma í gang smá starfi þannig að við getum haft krakkana okkar á skíðum og kennt á skíði og halda uppi smá arfleifð sem við tókum við hérna frá snillingum sem settu þetta upp á sínum tíma,“ bætir Héðinn við.
Skíðasvæði Skútustaðahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira