Dæmd í tæplega sex ára fangelsi í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2020 16:19 Loujain al-Hathloul við ólöglegan akstur í Sádi-Arabíu áður en hún var handtekin. Vísir/AP Aðgerðarsinni sem barðist fyrir rétti kvenna til að keyra í Sádi-Arabíu hefur verið dæmd í tæplega sex ára fangelsi. Loujain al-Hathloul var handtekin árið 2018 og hefur setið í fangelsi síðan. Var hún meðal annars sökuð um að starfa með aðilum sem eiga að vera óvinveittir konungsríkinu. Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020 Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hathloul var dæmd af sérstökum hryðjuverkadómstóli fyrir að skaða þjóðaröryggi og ganga erindar erlendra aðila, auk annarra brota. Hún var dæmd til fimm ára og átta mánaða fangelsisvistar en tvö ár og tíu mánuðir þar af voru felldir niður. Hún mun því sleppa úr fangelsi eftir um þrjá mánuði. Hathloul má þó ekki ferðast frá Sádi-Arabíu í fimm ár og má heldur ekki endurtaka þau brot sem hún var sakfelld fyrir. Hún var handtekin nokkrum vikum áður en konur í Sádi-Arabíu fengu rétt til að keyra. Yfirvöld konungsríkisins segja handtöku hennar ekki koma því málefni við. Þess í stað hafi hún verið handtekin fyrir að grafa undan konungsfjölskyldu landsins. Samkvæmt frétt Guardian var tekið sérstaklega fram í upprunalegu ákærunni gegn henni að hún hefði hitt erindreka frá Bretlandi og öðrum Evrópuþjóðum. Hún var einnig sökuð um að tala við erlenda blaðamenn og mannréttindasamtök, auk þess sem hún sótti um starf hjá Sameinuðu þjóðunum. Hathloul sjálf og fjölskylda hennar hafa ávalt neitað ásökunum gagnvart henni. Mannréttindasamtök hafa ítrekað kallað eftir því að Hathloul verði sleppt. BBC hefur eftir fjölskyldu Hathloul að hún hafi verið pyntuð og áreitt kynferðislega í haldi. Yfirvöld hafa hafnað þeim ásökunum og hafa allir sem komu að fangelsun hennar þegar verið hreinsaðir af sök fyrir dómi. Lina, systir Hathloul, sagði í tísti í dag að dómnum yrði áfrýjað og farið yrði fram á aðra rannsókn varðandi ásakanir fjölskyldunnar. Loujain cried when she heard the sentence today. After nearly 3 years of arbitrary detention, torture, solitary confinement - they now sentence her and label her a terrorist. Loujain will appeal the sentence and ask for another investigation regarding torture #FreeLoujain https://t.co/E4msesGqjH— Lina Alhathloul (@LinaAlhathloul) December 28, 2020
Sádi-Arabía Mannréttindi Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira