Við erum öll Seyðfirðingar Gauti Jóhannesson skrifar 28. desember 2020 17:57 Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Jóhannesson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg brýn verkefni bíða úrlausnar á Seyðisfirði í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu nú rétt fyrir jólin. Þessi verkefni eru af ýmsum toga, sum blasa við á meðan önnur, ekki síður mikilvæg, eru ekki jafn sýnileg. Hluti þessara verkefna eru á hendi sveitarfélagsins, önnur ríkisins og stofnana þess að ógleymdum þeim verkefnum sem íbúarnir sjálfir þurfa að leysa. Reynt hefur á íbúa undanfarna daga og ómögulegt fyrir aðra að setja sig í þeirra spor. Fjölmörgum spurningum er enn ósvarað og erfitt að meta hvað framtíðin ber í skauti sér. Hluti íbúa er enn í óvissu um hvort og þá hvenær þeim verður heimilað að flytja aftur heim, aðrir eiga ekki að neinu að hverfa og nokkurra bíður mikið starf við endurbyggingu stórskemmdra húsa áður en þau verða íbúðarhæf að nýju. Hlutverk sveitarfélagsins í samstarfi við viðbragðsaðila við þessar aðstæður er margþætt. Í fyrsta lagi þarf að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru, tryggja öllum öruggt húsaskjól, hefja hreinsunarstarf og huga að grunnþörfum s.s. neysluvatni og fráveitu. Þá þarf strax að huga markvisst að þeim hópi sem þarf á áfallahjálp að halda og tryggja andlegan stuðning. Í kjölfar bráðaviðbragða skiptir svo miklu að lögð verði áhersla á að koma daglegu lífi í eins eðlilegt horf og kostur ekki síst skólum og þjónustu við börn og unglinga. Til lengri tíma þarf að huga að framtíðaruppbyggingu við Seyðisfjörð í víðum skilningi með það að markmiði að fjörðurinn fagri verði áfram vænlegur kostur til búsetu. Til að svo megi verða þurfum við að geta treyst því að vera þar óhult á ný. Við þurfum að komast til og frá Seyðisfirði á öllum árstímum. Við þurfum Fjarðarheiðargöng eins fljótt og mögulegt er. Við þurfum raunhæfar varnir, sama hvaða nafni þær nefnast, til að atburðarásin fyrir jól endurtaki sig ekki og það þarf að gerast sem fyrst. Það þarf að vinna nýtt hættumat og skipuleggja byggð út frá því. Íbúar sem misst hafa hús sín eða geta mögulega ekki flutt aftur heim þurfa afgreiðslu sinna mála eins fljótt og verða má. Múlaþing mun ekki láta sitt eftir liggja. Allir, kjörnir fulltrúar og starfsfólk, munu leggjast á eitt til að uppbygging geti hafist sem fyrst. Sveitarstjórn mun fylgja því eftir að opinberar stofnanir og ráðamenn standi við fyrirheit sem gefin hafa verið og leitast við að halda íbúum upplýstum um stöðu mála hverju sinni. Seyðisfjörður á bjarta framtíð fyrir höndum. Þar bíða ótal tækifæri á sviði atvinnulífs, menningar og lista. Síðast en ekki síst býr staðurinn að öflugu fólki, sögu og sérstöðu sem mun tryggja tilveru hans til framtíðar. Allir í Múlaþingi munu standa þétt að baki íbúunum. Við erum öll Seyðfirðingar. Höfundur er forseti sveitarstjórnar Múlaþings.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun