„Þetta er bara slysagildra“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 22:14 Sjö ára sonur Jóns og Rúnu við opið á holræsinu í dag, þar sem hann var á ferð í fylgd foreldra sinna. Rúna Gunnarsdóttir Foreldrar í Kórahverfi í Kópavogi telja frágangi á svæði í kringum Kórinn, þar sem ung börn eru iðulega að leik, víða ábótavant. Opið holræsi á svæðinu sé til dæmis mikil slysagildra. Sex ára barn féll þrjá metra niður um loftræstistokk á svæðinu í sumar. Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón. Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Jón Björgvinsson og Rúna Gunnarsdóttir gengu fram á umrætt holræsi við Kórinn, skammt frá unglingadeild Höðruvallaskóla og hesthúsunum við Heimsenda, síðdegis í dag. Þau telja ræsið um 1,5 metra djúpt – sem þau meta talsverða dýpt fyrir lítil börn. „Þetta er ekki óskaplega djúpt í sjálfu sér en þetta er meira en nógu djúpt fyrir gutta sem er sjö ára eins og okkar. Og svo er þetta hættulegt, það eru járn þarna sem standa út úr, þetta er bara slysagildra,“ segir Jón. „Svo eru rimlar til að klifra ofan í, ætlaðir fyrir vinnumenn, og þetta er opið og krakkarnir hafa þá í rauninni stiga til að fara þarna ofan í. Þá gera þeir það bara. Og svo er rörið þarna inn úr, þannig að það er hægt að leika sér að því að skríða þar inn,“ segir Rúna. Jón telur þetta síst betra en frágangur við loftræstistokk á svæðinu í sumar, þar sem varð slys í júní. Þá féll sex ára barn þrjá metra niður um stokkinn fyrir utan Kórinn. Ekki hafði verið gengið almennilega frá grind sem barnið gekk yfir, með áðurgreindum afleiðingum. Barnið fékk skurð á höfuð og braut tennur við fallið. Fram kom í frétt Vísis af málinu í sumar að Kópavogsbær liti málið alvarlegum augum og að lögreglan hefði það nú til rannsóknar. Jón telur ekki nógu vel hafa verið gengið frá loftræstistokknum eftir slysið í sumar. Ein málmklemma hafi verið skrúfuð niður en afgangurinn verið festur með plastfestingum, sem Jón segir að hafi strax farið fækkandi í sumar. Hann tekur þó fram að hann hafi ekki kannað stöðuna á festingunum nýlega. „Það var lagað með því að setja svona rafmagnsbensli úr plasti til að festa ristina, halda grindunum saman. En þetta er allt á hreyfingu hjá þeim og það er sama hvað þeir setja á þetta, þessar ristar eru alltaf lausar nema að farið verði í stærri framkvæmdir, sem ekki hefur verið farið í,“ segir Jón. Loftmynd af svæðinu í kringum Kórinn, íþróttamiðstöð HK í Kópavogi.Skjáskot/google Jón og Rúna segja mikinn umgang ungra barna um svæðið og þau leiki sér þar mjög gjarnan. Þeim þykir öryggi í kringum litla tjörn á svæðinu einnig ábótavant; aðgengi að henni sé ekki takmarkað fyrir utan nokkur skilti. „En það heldur ekki frá þessum guttum sem eru varla farnir að lesa,“ segir Rúna. Jón telur ljóst að betra utanumhald þurfi á svæðinu. „Það virðist einhvern veginn vera með fjandi margt að það er farið af stað að gera eitthvað, eins og þarna. Það er ekki eins og lokið hafi verið tekið af þessu holræsi heldur er allur hlemmurinn, stúturinn og allt saman tekið upp úr, og það er ekki eins og þetta hafi verið gert í gær. Það er eins og enginn sé að fylgjast með, það er ekkert utanumhald um hlutina. Það sama er með þessa tjörn þarna. Jú, jú, það er búið að setja upp skilti en þetta er svona drentjörn og einhvern tímann fyllist hún af vatni og þá er einmitt yfirflæði yfir í holræsið,“ segir Jón.
Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira