Fyrsta útsending dagsins er klukkan 12.00 er heimsmeistaramótið í pílukasti heldur áfram en útsending er bæði í hádeginu og svo aftur klukkan 18.00.
Granada og Valencia mætast klukkan 15.50 en klukkan 18.05 er það svo Atletico Madrid gegn Getafe. Elche og Real Madrid mætast svo klukkan 20.20.
Swansea og Reading mætast svo í ensku B-deildinni en þarna mætast gömlu lið Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Klukkan 21.30 er það svo GTS Iceland: Tier 1 en útsendingin fer fram á Stöð 2 eSport.
Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.