Reiði á samfélagsmiðlum vegna ofsafenginna ásakana „Karenar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2020 23:00 Harrold-feðgarnir sjást hér til hægri á mynd í sjónvarpsviðtali um málið. Skjáskot af konunni úr umræddu myndbandi sést til vinstri. Samsett Mikil reiði hefur gripið um sig á samfélagsmiðlum vestanhafs eftir að tónlistarmaður birti myndband á Instagram-reikningi sínum, sem hann segir sýna konu ráðast á fjórtán ára son hans á hóteli í New York. Konan hafi ranglega sakað son hans um að hafa stolið síma hennar. Atvikið hefur verið sagt birtingarmynd kynþáttafordóma en feðgarnir eru svartir. Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira
Keyon Harrold er bandarískur trompetleikari sem unnið hefur til Grammy-verðlauna og spilað með tónlistarfólki á borð við Common, Jay-Z og Rihönnu. Hann og sonur hans, hinn fjórtán ára Keyon Harrold yngri, voru á leið í morgunverð á hóteli í New York þegar til orðaskipta kom milli þeirra og hvítrar konu í móttöku hótelsins. „Ég er brjálaður!!!!“ skrifar Harrold eldri í færslu sem hann birti á Instagram annan í jólum. „Konan í myndbandinu réðst á fjórtán ára son minn þegar við komum niður úr herbergi okkar á Arlo-hótelinu í Soho til að fá okkur morgunverð. Þessi kona „týndi“ símanum sínum og syni mínum hafði, að því er virtist, áskotnast hann eins og fyrir töfra, sem er hreint fráránlegt,“ skrifar Harrold. View this post on Instagram A post shared by Keyon Harrold (@keyonharrold) Hann lýsir því að konan hafi klórað hann og loks hent sér á son hans, sem hélt á sínum eigin síma, og gripið í hann. Þá gagnrýnir hann starfsmann hótelsins fyrir að hafa „skipað sér í lið“ með konunni. Atvikið má sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. „Hugsið ykkur áfallið sem sonur minn þarf nú að burðast með […]. Svo kom Uber-bílstjóri með símann til konunnar nokkrum mínútum síðar. Engin afsökunarbeiðni frá henni til sonar míns eftir þetta áfall, ekki heldur til mín. Engin afsökunarbeiðni frá hótelinu,“ skrifar Harrold. Fjölmargir hafa lýst yfir vanþóknun og sorg vegna atviksins í athugasemdum við myndbandið og víðar á samfélagsmiðlum. Mörgum þykir þetta sýna rótgróna fordóma gagnvart svörtum; konan hafi sakað piltinn um stuldinn á grundvelli húðlitar hans. Arlo-hótelkeðjan hefur beðist afsökunar á málinu í yfirlýsingu eftir að myndbandið var birt. Konan hafði ekki verið nafngreind í helstu fjölmiðlum vestanhafs í gær en mörgum þykir hún enn eitt dæmið um svokallaða „Karen“, tiltölulega nýtt hugtak yfir hvíta konu sem blinduð er af forréttindum og lætur það gjarnan bitna á minnihlutahópum. Lögregla í New York hefur málið til rannsóknar, samkvæmt frétt ABC-fréttastofunnar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Sjá meira