Guðni segir að þriðja sæti riðilsins gæti mögulega skilað Íslandi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 15:51 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslands í lokaleiknum á móti Moldóvu og sá sigur gæti mögulega skilað íslenska liðinu inn á EM. Getty/Adam Nurkiewicz Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig. EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Fjögur sæti eru enn laus á Evrópumótinu í knattspyrnu og þau áttu að vera í boði í umspilsleikjunum í mars. Umspilið er aftur á móti í uppnámi eftir að kórónuveiran er búin að stöðva leik út um allan heim. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atli Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport. Guðni ræddi meðal annars umspilið og hvernig UEFA gæti leyst það að fylla liðakvótann á Evrópumótinu. Eru einhverjar líkur á því að EM fari fram í sumar? „Nei ég held að það séu litlar líkur. Það er allt of stutt í það og ég er ekki að sjá það gerast. Það yrði sem dæmi mjög erfitt að koma fyrir umspilinu,“ sagði Guðni Bergsson en þar gætu opnast dyr fyrir íslenska liðið: „Það er lausn í þessu sem okkur gæti hugnast. Það yrði að besti árangurinn í þriðja sæti yrði talinn eins og var fyrir Evrópumótið 2016 því þá værum við komin inn í úrslitakeppnina,“ sagði Guðni. „Við náðum fínum árangri í undankeppninni og tókum þriðja sætið. Það myndi svo sannarlega hugnast okkur. Ég held að tímaramminn sé of knappur, óvissan of mikil og ég sé því ekki að niðurstaðan verði önnur en að fresta þessari keppnu um þó nokkurn tíma,“ sagði Guðni. Íslenska liðið náði í nítján stig í riðlinum, vann sex af tíu leikjum og tapaði aðeins þremur. Markatalan var 14-11 eða 3 mörk í plús. Ekkert annað lið í þriðja sætið náði í 19 stig en næst kom Noregur með 17 stig.
EM 2020 í fótbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira