Enska úrvalsdeildin myndi enda svona ef menn myndu nota „Handritið að tímabilinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2020 09:00 Virgil van Dijk og félagar í Liverpool eru með 25 stiga forystu og vantar bara sex stig til að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Sebastian Frej Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Einn möguleiki að reikna út, hver á að vinna ensku deildina, hvaða lið eiga að falla og hvaða lið eiga að komast í Meistaradeildina, væri að nota ofurtölvuna frægu til að reikna út öll úrslit í leikjum sem ekki hafa farið fram. BT Sport fékk í haust alla helstu tölfræðina til að nota allar upplýsingar í boði til að spá fyrir um úrslit leikja og lokastöðu ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri athyglisvert að nýta „Handritið af tímabilinu“ til að klára deildina núna þegar öllum leikjum hefur verið frestað. Premier League outcome predicted by controversial document - what it means for Liverpool, Man City, Man Utd, Arsenal and Chelsea https://t.co/KY8IH61bWQ pic.twitter.com/qAlkUy3wnj— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 „Handritið“ er að sjálfsögðu umdeilt plagg enda gerir það ekki ráð fyrir mannlegum mistökum, meiðslum eða rauðum spjöldum og hvað þá það sem hefur ekki gerst áður. Með því að nota upplýsingar frá Google Cloud, Opta og Squawka var hins vegar hægt að reikna það út hvað væri langlíkast að myndi gerast í síðustu ellefu umferðum ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir stressaða Liverpool stuðningsmenn þá þarf ekki að koma mikið á óvart að „Handritið“ spáir Liverpool titlinum en stuðningsmennirnir hefðu samt þurft að bíða aðeins eftir honum. Mohamad Salah og Roberto Firmino sækja að Billy Gilmour í leik Chelsea og Liverpool.vísir/getty „Handritið“ spáir Manchester City 3-0 sigri á Arsenal í leiknum sem liðið á inni á Liverpool sem þýðir að Liverpool liðinu vantar þá enn sex stig. Manchester City er spáð 5-0 sigri á Burnley á sama tíma og Liverpool gerir 1-1 jafntefli við Everton. Title winner decided Champions League places decided Relegated teams decided https://t.co/KeSJvTKwxh— Mirror Football (@MirrorFootball) March 17, 2020 Liverpool er síðan spáð 4-0 sigri á Crystal Palace á sama tíma og Manchester City gerir 1-1 jafntefli á móti Chelsea sem gerir það ómögulegt fyrir City að ná Liverpool liðinu á toppnum. Manchester City er aftur á móti spáð 4-1 sigri á Liverpool áður Liverpool menn koma til baka og vinna 4-0 sigur á Aston Villa og 1-0 sigur á Brighton. Liverpool gerir svo 1-1 jafntefli við Burnley og tapar svo 3-1 fyrir Arsenal. Lokaleikirnir á móti Chelsea og Newcastle vinnast sem þýðir að liðið myndi enda með 99 stig og missa af stigameti Manchester City. Ole Gunnar Solskjær og Pep Guardiola myndu báðir enda með sín lið í Meistaradeildinni.Getty/Matt McNulty „Handritið“ sér fyrir sér að Manchester City og Leicester City tryggi sér næstu tvö sæti en fjórða Meistaradeildarsætið færi svo til Manchester United eftir harða baráttu við Chelsea. United myndi enda með 61 stig en Chelsea með 60 stig. Arsenal yrði síðan einu stigi á undan Tottenham. Norwich, Aston Villa og Brighton er svo spáð falli en Bournemouth, West Ham og Watford bjarga sér.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira