Einn heimur - eitt land Eva Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2020 09:00 Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef við höfum ekki öll skilið orðin samfélagsleg ábyrgð þá gerum við það sannanlega núna. Við höfum séð að við getum haft áhrif og borið ábyrgð. Í litlu samfélagi eins og Íslandi hefur COVID-19 veiran þegar haft gríðarleg áhrif á daglegt líf okkar allra. Hún mun á endanum hafa mikil fjárhagsleg áhrif á heimili og fyrirtæki þar sem það helst í hendur og fjöldi fólks mun missa lífsviðurværi sitt tímabundið. Í hremmingum stöndum við saman. Við erum góð í því að takast á við krísur, betri en á „friðartímum“. Allt frá ríkisstjórninni, því frábæra teymi frá ríkislögreglustjóra, landlækni og sóttvarnarlækni til stjórnarandstöðu, fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Það eru allir að gera sitt, taka ábyrgð og hafa áhrif. Enginn verður skilinn eftir og í dag blasir við önnur mynd en áður og argaþras hversdagsins er gleymt. Við vinnum saman. Við vitum að fyrirtæki í ferðaþjónustu munu eiga erfitt næstu mánuðina þar sem ekki er ljóst hvenær fólk getur farið að ferðast frjálst á ný. Mörg fyrirtækjanna treysta á sumarið og eiga ekki feita sjóði. Mig langar að höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar Íslendinga, allavega þeirra sem halda störfum að krísu lokinni. Sameinumst áfram eins og við gerum í krísuástandi. Hjálpum þessum fyrirtækjum, skoðum okkar stórkostlega land með ferðaþjónustufyrirtækjum um allt land, förum á jöklana og fjöllin. Borðum á veitingastöðum í höfuðborginni og á landsbyggðinni og gistum á hótelum og heimagistingum. Víða hafa verið byggðir upp stórkostlegar nýjungar í afþreyingu. Skoðum hella og menningarminjar sem landar okkar hafa lagt tíma og fé í að byggja upp og förum á kajak og skíði. Og þið sem ekki hafið skoðað landið ykkar notið tækifærið og finnið til ábyrgðar í leiðinni. Landar okkar sem missa vinnuna fá þá aftur störf. Við erum ein þjóð í einu landi, munum það, stórkostlegu landi. Því meira sem ég ferðast um Ísland því meiri lotningu fyllist ég og því meira elska ég landið okkar. Ef gjaldeyririnn skilar sér ekki getum við kannski minnkað skellinn. En það er ekki nóg með að við sem búum í Atlantshafinu vinnum saman heldur líka allur heimurinn. Aldrei fyrr man ég eftir því að eitt málefni hafi sameinað svo allan heiminn. Við getum þetta þegar ógn sem COVID-19 veiran er steðjar að. Afhverju getum við ekki staðið saman þegar hætta steðjar að öllum heiminum vegna loftslagsvár? Af hverju getum við á venjulegum degi horft upp á stríð og fátækt, kvennakúgun, barnaþrælkun og fleiri hörmungar sem gerast á hverjum degi? Tökum höndum saman um þau málefni líka, látum ekki staðar numið. Tökum ábyrgð, stöndum saman! Höfundur er ráðgjafi í stefnumótun og sjálfbærni hjá Podium ehf.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun