Þrítugur prestur á Akranesi: Tekur Bachelor kvöld með stelpunum og vill rétta ímynd kirkjunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:30 Þóra Björg er í dag í starfsþjálfun að verða prestur á Akranesi. Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira