Þrítugur prestur á Akranesi: Tekur Bachelor kvöld með stelpunum og vill rétta ímynd kirkjunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2020 13:30 Þóra Björg er í dag í starfsþjálfun að verða prestur á Akranesi. Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sjá meira
Þegar hún kláraði Versló ætlaði hún sér ekki að verða prestur og í raun ekki heldur þegar hún kláraði sálfræðina. Hana langaði þó að hjálpa fólki, og sérstaklega á tímum eins og nú ganga yfir. Þóra Björg Sigurðardóttir, sem alltaf var öflug í KFUM&KFUK vildi þó líka breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur verið slæm. Hún er aðeins þrítug en komin með brauð, orðinn prestur á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en þar eru samtals fjórar kirkjur. Hún hefur lokið við starfsþjálfun og hefur störf sem prestur 1.apríl. Sindri Sindrason fékk að kynnast henni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Þóra er fædd í Reykjavík, alin upp í Grafarvoginum. Eftir Verslunarskólann fór hún í Sálfræði í HÍ og útskrifaðist með BS gráðu. Hún vildi aftur á móti ekki fara lengra í því námi. „Þegar ég var í sálfræðinni slysaðist ég inn í sunnudagskóla því ég kunni á gítar og þá fór þetta aðeins að vinda upp á sig. Ég fékk starf í Grafarvogskirkju og þá fyrst kynntist ég hvað það er að vera prestur. Ég hafði ákveðnar hugmyndir um það en sá að þetta væri allt annað en ég hélt,“ segir Þóra Björg sem dreif sig þá í guðfræðina og var alveg viss allan tímann hvað hún vildi gera og sótti síðan um stöðu prests á Akranesi þar sem fyrir eru tveir prestar. Hún er því þriðji presturinn á staðnum. „Ég var nokkuð hissa að fá stöðuna því þetta er svo innilega ekki sjálfsagt og allir guðfræðingar eru meðvitaðir um það. En þetta var bara algjörlega geggjað,“ segir Þóra sem hefur ekki fengið að skíra, gifta, jarða eða ferma hingað til. Þóra hefur starfað mikið með börnum undanfarin ár. „Ég er í starfsþjálfun og komið að þessum hlutum þar en aldrei formlega. Ég hlakka ótrúlega til og ég hlakka til að gera þetta allt. Starfið er svo ótrúlega fjölbreytt, ég fæ að vinna með ungu fólki, eldra fólki og takast á við gleði og sorg og það er svo dýrmætt að fá að koma inn í líf fólks bæði á gleðistundum og þegar maður getur rétt fram hjálparhönd. Auðvitað hlakkar maður ekki til að jarða en ég hlakka til alls starfsins.“ Þóra segir mikilvægt að breyta ímynd kirkjunnar sem oft hefur ekki verið góð. „Ég held að við þurfum að passa það betur að hin sanna og rétta ímynd kirkjunnar fái að skína og það komi í ljós að það sé kærleikur til allra, sama hvaðan þú ert eða hvernig þú ert,“ segir Þóra en staðan kvenna innan kirkjunnar er góð en um 41 prósent presta á Íslandi eru konur. „Það kemur eflaust sumum á óvart.“ Hún segir að vinkonur hennar hafi tekið þessari ákvörðun vel á sínum tíma og haldið áfram að bjóða henni út á lífið. „Prestar eru ekki heilagir og ég fer bara á venjuleg Bachelor kvöld með vinkonum mínum og ég er bara venjuleg eins og aðrir prestar. Ég geri bara það sem allir aðrir eru að gera.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Akranes Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sjá meira