Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 22:00 Einhverjum leikmanna íslenska landsliðsins varð verulega bylt við þegar sprengingarnar heyrðust. VÍSIR/BÁRA „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
„Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46