Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 20:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti virkjaði í dag neyðarlög sem heimila alríkisstjórn að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum AP Photo/Evan Vucci Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ákváðu í sameiningu í dag að loka landamærum Bandaríkjanna og Kanada að hluta í von um að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Engin „óþarfa“ ferðalög verða leyfð um landamærin. Lokunin mun ekki hafa áhrif á viðskipti landanna á milli en Bandaríkin eru stærsti viðskiptavinur Kanada, en 75% af útflutningi Kanada fer til Bandaríkjanna. Listi Bandaríkjanna yfir ríki sem ferðabann þeirra nær til lengist sífellt. Sem stendur mega ríkisborgarar Kína, Íran og rúmlega 25 Evrópuríkja, Íslandi þ.m.t., ekki koma til landsins. Þetta á líka við um fólk sem hefur verið í umræddum löndum síðastliðna 14 daga. Þá virkjaði Trump neyðarlög í kvöld sem leyfa alríkisstjórninni að taka yfir og flýta framleiðslu einkafyrirtækja á nauðsynjalækningavörum, líkt og grímum, öndunarvélum og loftræstitækjum. Þá sagðist hann einnig vilja auka getu landsins til að greina sýni og að hann vildi senda sjúkrahússskip sjóhersins til New York borgar, sem er á hraðri leið með að verða þungamiðja faraldursins í Bandaríkjunum. Hann sagðist einnig vilja senda slíkt skip til vesturstrandarinnar. ...It cannot overcome the dedication of our doctors, nurses, and scientists and it cannot beat the LOVE, PATRIOTISM, and DETERMINATION of our citizens. Strong and United, WE WILL PREVAIL!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2020 „Við ætlum að leggja þennan ósýnilega óvin,“ sagði Trump sem hefur tekið faraldurinn mun alvarlegar undanfarna daga en hann gerði í upphafi. Forsetinn gerði ítrekað lítið úr alvarleika veirunnar þegar varað var við því að hún gæti dreifst hratt um Bandaríkin. Í gær lýsti hann því þó yfir að hann hefði vitað frá upphafi að veiran yrði heimsfaraldur og í dag lýsti hann sjálfum sér sem „stríðsforseta.“ „Þetta er stríð. Ég sé þetta, á vissan hátt, sem stríðsforseta. Þetta er mjög erfið aðstaða,“ sagði hann. Trump hefur einnig virkjað lög til að vísa förufólki frá landamærum að Mexíkó frá. Landamærunum verður þó ekki lokað.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Kanada Tengdar fréttir Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. 16. mars 2020 10:08
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Ferðamenn til Beijing verða settir í sóttkví Kínversk yfirvöld hafa ákveðið að allir þeir sem ferðast til Beijing frá útlöndum verði færðir beint í miðlæga sóttkví til eftirlits í fjórtán daga. Víða um heim hefur ferðatakmörkunum og samkomubönnum verið komið á til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 10:12