Á dagskrá í dag: Heimildaþættir og körfuboltaveisla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2020 06:00 Auðunn Blöndal og Katrín Tanja verða á skjánum í dag. Stöð 2 Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Meðal efnis á Stöð 2 Sport í dag eru sumir af bestu leikjum tímabilsins í Olís-deild karla, ensku bikarkeppninnar og ítölsku úrvalsdeildarinnar sem og þáttur Péturs Ormslev í þáttaröðinni um Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta. Stöð 2 Sport 2 - Atvinnumenn og landsliðshetjur Dagurinn á Stöð 2 Sport 2 hefst á því að sýna þætti síðustu þáttaraðar Atvinnumannanna okkar, þar sem Auðunn Blöndal heimsótti margt okkar besta íþróttafólk. Að þeim loknum verða þættirnir Fyrir Ísland á dagskrá, en þar er fjallað um undirbúning íslensku landsliðsmannanna fyrir HM í Rússlandi sem fór fram 2018. Klukkan 17.55 er sýndur þáttur um heimsókn kvennalandsliðs Íslands í fótbolta til Kína, þar sem það tók þátt í æfingamóti. Stöð 2 Sport 3 - Körfuboltaveisla Heimildamyndirnar Ölli, Bestir í boltanum: Brooklyn, Hólmurinn heillaði og Martin - saga úr Vesturbæ eru allar sýndar á Stöð 2 Sport 3 í dag en stöðin verður að stærstum hluta undirlögð körfubolta. Að þeim loknum verða vel valdir þættir af Domino's Körfuboltakvöldi sýndir. Stöð 2 Golf - Stórmótadagur Síðustu tveir keppnisdagarnir af Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, US Open, verða sýndir á Stöð 2 Golf í dag ásamt samantektarþáttum um tímabilið á bæði PGA-mótaröðinni og Champions-mótaröðinni. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Íslenski körfuboltinn Ítalski boltinn Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira