Tveir þingmenn smitaðir og aðrir í sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 08:37 Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. AP/Mario Diaz-Balart Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Tveir bandarískir þingmenn opinberuðu í gær að þeir væru með Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Mario Diaz-Balart, Repúblikani frá Flórída, og Ben McAdams, Demókrati frá Utah, tilkynntu smitin í gærkvöldi, innan við sólarhring eftir að þeir voru í fjölmennum þingsal að greiða atkvæði um aðstoðarpakka vegna faraldursins. Aðrir þingmenn sem hafa verið í samskiptum við þá tvo eru nú á leið í sóttkví. Þeirra á meðal eru Steve Scalise, sem er þriðji í röðinni sem leiðtogi Repúblikanaflokksins, og Drew Ferguson og Ann Wagner. Scalise segist hafa verið á löngum fundi með Diaz-Balart í síðustu viku og Washington Post segir hina tvo líklegast hafa verið á sama fundi. Á annan tug þingmanna í Bandaríkjunum hafa farið sjálfviljugir í sóttkví en minnst tveir starfsmenn þingsins hafa einnig greinst með veiruna. Donald Trump, forseti, skrifaði í gær undir lög sem samþykkt voru af þingmönnum beggja flokka. Þeim er ætlað að verja hundrað milljörðum dala til að bæta skimun eftir veirunni og í senn tryggja milljónum Bandaríkjamanna launað frí vegna faraldursins. Ríkisstjórn Trump vill einnig þúsund milljarða neyðarpakka sem á meðal ananrs að verja í að senda peninga til bandarískra fjölskyldna og viðhalda efnahagi ríkisins. Miðað við tillögu Fjármálaráðuneytis Bandaríkjanna á að senda fyrstu ávísanirnar þann 6. apríl og svo aðrar um miðjan maí. Upphæðin myndi velta á stærð viðkomandi fjölskyldum og tekjum. Fulltrúadeild þingsins, þar sem Demókratar eru í meirihluta þyrftu þó að samþykkja aðgerðirnar svo þær eiga líklegast eftir að taka einhverjum breytingum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira