Stuðningsmenn Liverpool sagðir vera þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2020 11:30 Stuðningsmaður Liverpool lætur menn heyra það í leik Liverpool og Chelsea á Anfield. Getty/Simon Stacpoole Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Liverpool er ekki aðeins með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar því stuðningsmenn þeirra eru líka með yfirburðarforystu á öðrum lista. Dónaskapur og ókurteisi stuðningsmanna Liverpool á netinu virðist vera í nokkrum sérflokki þegar kemur að nýrri könnun inn á samfélagsmiðlum. Það er vitað að stuðningsmenn Liverpool eru mjög blóðheitir og atburðir síðustu vikna hafa ekki hjálpað þeim hörðustu mikið við að halda ró sinni á samfélagsmiðlum. En af hverju hafa stuðningsmenn Liverpool nú verið kallaðir þeir dónalegustu í ensku úrvalsdeildinni? Fólkið á Casino.org ákvað að finna það út með því því að telja blótsyrði og ljót orð á samfélagsmiðlum með því að safna því saman hvaða stuðningsmenn notuðu flest blótsyrði í færslum sínum. Ákveðið var að skoða hundrað síðustu færslurnar á samfélagsmiðlum félaganna og það hvort svör stuðningsmannanna við þeim innihéldu einhver blótsyrði. Alls fundust 457 blótsyrði eða ljót orð hjá stuðningsmönnum Liverpool en slík orð voru notuð í 14,8 prósent svara þeirra við síðustu hundrað færslur á samfélagsmiðlum félagsins. Liverpool er langt á undan næsta liði sem er Newcastle United með 391 blótsyrði en Manchester Unitrf er síðan í þriðja sætinu með 335 blótsyrði. Prúðustu stuðningsmennirnir koma frá Bournemouth og Burnley en Manchester City er mun neðar á listanum heldur en hin stóru félögin í ensku úrvalsdeildinni. Einhverjir myndu samt segja að þetta sé líka góður mælikvarði á það hverjir séu heitustu stuðningsmenn sinna liða og að þetta sé ágætur mælikvarði á það hversu miklu máli félagið þeirra skiptir þá. Það er samt engin afsökum fyrir því að njóta slíkan munnsöfnuð. Liðin í ensku úrvalsdeildinni með flest blótsyrði: 1. Liverpool 457 2. Newcastle 391 3. Manchester United 335 4. Tottenham 292 5. Arsenal 263 6. Chelsea 220 7. Everton 196 8. Aston Villa 182 9. West Ham 165 10. Crystal Palace 113 11. Manchester City 104 12. Southampton 90 13. Leicester 66 14. Brighton 61 15. Sheffield United 41 16. Watford 34 17. Norwich 24 18. Wolves 22 19. Bournemouth 17 20. Burnley 14
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira