Elskar United, rjómasósu og konuna sína: „Tala bara frá hjartanu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. mars 2020 10:24 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, ræddi málin við Sindra Sindrason í vikunni og fékk þjóðin að kynnast honum betur. Vísir/vilhelm Hann getur orðið trylltur en það er aðallega þegar landsliðið spilar sem og Manchester United. Hann veit fátt betra en nautalund með rjómasósu, á konu sem er hans besti vinur og svo er hann að verða afi. Sindri Sindrason tók morgunkaffi með Víði Reynissyni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og kynnist hinni hliðinni á manninum sem upplýsir nú og róar þjóðina vegna kórónuveirunnar. Sindri er vanur að hitta viðmælendur sína í morgunkaffi í heimahúsi en Víðir er nú fluttur á hótel. „Fjölskyldan er í sóttkví og okkar vinnureglur eru þannig að við megum ekki umgangast fólk í sóttkví þannig að ég er fluttur á hótel. Þetta er rosalega skrýtið og ég verð þar í tvær vikur, “ segir Víðir sem gistir í dag á Hotel Natura. Víðir er í aðstöðu sem hann hélt að hann myndi aldrei lenda í og viðurkennir að honum líði frekar einkennilega en er ekki óvanur hasar og verið í kringum almannavarnir og tekið þátt í mörgum neyðaraðgerðum lengi. Hann byrjaði í björgunarsveitunum í kringum árið 1984. Maður var að klára sig „Ég byrjaði að vinna hjá Almannavörnum ríkisins í kringum 2000 í kringum jarðskjálftann en síðan var ég bara hættur í þessu. Ég segi ekki að ég hafi verið kominn á endastöð en var smá að klára sig. Ég var búinn að vera lengi í kringum fótboltann og bauðst síðan að fara í fullt starf þar og helti mér í það. Svo fékk ég símtal milli jóla og nýárs um það hvort ég væri tilbúinn að koma í tveggja mánaða verkefni í kringum breytingarnar hjá Ríkislögreglustjóra og bara eitt leiddi af öðru og hér er maður staddur í dag og maður reynir að gera sitt besta,“ segir Víðir og bætir við að hreinskilni sé gríðarlega mikilvæg í þessum bransa. „Ég setti mér þá reglu er að ég segi allt, ég segi allan sannleikann og ég tala bara frá hjartanu. Þegar þú gerir það þá er ekki hægt að reka neitt ofan í þig.“ Hér má sjá Víði með fjölskyldu sinni. Hann segist ekki alltaf vera rólegur. „Ég er með stórt skap og mikill keppnismaður. Ég vill gera allt sem ég geri vel og get orðið alveg brjálaður yfir fótbolta. Það er þannig að samskipti við fólk skiptir öllu og auðvitað gerir maður mistök og lærir af þeim en samskipti við fólk skipta öllu máli.“ Víðir segir að flestir séu að fara í sömu átt og mikilvægt sé að taka samtalið, sýna öðrum virðingu og skilning. „Vinnan gerir mig glaðan og það er rosalega langt síðan að ég tók þá ákvörðun að vakna alla morgna og reyna hafa daginn góðan,“ segir Víðir sem er mikill Manchester United maður. Ekki einn af þeim sem þolir ekki Liverpool „Mér líður bara vel með það. Við erum búnir að eiga frábæra tíma og nú erum við bara að byggja upp og það er líka frábært. Það er líka gaman að sjá það, sjá að það sé verið að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Ég er ekki einn af þessum United-mönnum sem þolir ekki Liverpool. Það sem mér finnst skemmtilegt eru góð lið í fótbolta.“ Víðir hefur unnið mikið með knattspyrnuþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. „Það vita það kannski ekki margir að við erum bekkjafélagar úr grunnskóla og svo lágu leiðir okkar saman aftur í þessu. Heimir er með svo flotta sýn í því að búa til besta teymið. Það snýst ekki alltaf um að velja bestu einstaklingana með sér, heldur þú velur bestu liðsfélagana.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Hann getur orðið trylltur en það er aðallega þegar landsliðið spilar sem og Manchester United. Hann veit fátt betra en nautalund með rjómasósu, á konu sem er hans besti vinur og svo er hann að verða afi. Sindri Sindrason tók morgunkaffi með Víði Reynissyni í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og kynnist hinni hliðinni á manninum sem upplýsir nú og róar þjóðina vegna kórónuveirunnar. Sindri er vanur að hitta viðmælendur sína í morgunkaffi í heimahúsi en Víðir er nú fluttur á hótel. „Fjölskyldan er í sóttkví og okkar vinnureglur eru þannig að við megum ekki umgangast fólk í sóttkví þannig að ég er fluttur á hótel. Þetta er rosalega skrýtið og ég verð þar í tvær vikur, “ segir Víðir sem gistir í dag á Hotel Natura. Víðir er í aðstöðu sem hann hélt að hann myndi aldrei lenda í og viðurkennir að honum líði frekar einkennilega en er ekki óvanur hasar og verið í kringum almannavarnir og tekið þátt í mörgum neyðaraðgerðum lengi. Hann byrjaði í björgunarsveitunum í kringum árið 1984. Maður var að klára sig „Ég byrjaði að vinna hjá Almannavörnum ríkisins í kringum 2000 í kringum jarðskjálftann en síðan var ég bara hættur í þessu. Ég segi ekki að ég hafi verið kominn á endastöð en var smá að klára sig. Ég var búinn að vera lengi í kringum fótboltann og bauðst síðan að fara í fullt starf þar og helti mér í það. Svo fékk ég símtal milli jóla og nýárs um það hvort ég væri tilbúinn að koma í tveggja mánaða verkefni í kringum breytingarnar hjá Ríkislögreglustjóra og bara eitt leiddi af öðru og hér er maður staddur í dag og maður reynir að gera sitt besta,“ segir Víðir og bætir við að hreinskilni sé gríðarlega mikilvæg í þessum bransa. „Ég setti mér þá reglu er að ég segi allt, ég segi allan sannleikann og ég tala bara frá hjartanu. Þegar þú gerir það þá er ekki hægt að reka neitt ofan í þig.“ Hér má sjá Víði með fjölskyldu sinni. Hann segist ekki alltaf vera rólegur. „Ég er með stórt skap og mikill keppnismaður. Ég vill gera allt sem ég geri vel og get orðið alveg brjálaður yfir fótbolta. Það er þannig að samskipti við fólk skiptir öllu og auðvitað gerir maður mistök og lærir af þeim en samskipti við fólk skipta öllu máli.“ Víðir segir að flestir séu að fara í sömu átt og mikilvægt sé að taka samtalið, sýna öðrum virðingu og skilning. „Vinnan gerir mig glaðan og það er rosalega langt síðan að ég tók þá ákvörðun að vakna alla morgna og reyna hafa daginn góðan,“ segir Víðir sem er mikill Manchester United maður. Ekki einn af þeim sem þolir ekki Liverpool „Mér líður bara vel með það. Við erum búnir að eiga frábæra tíma og nú erum við bara að byggja upp og það er líka frábært. Það er líka gaman að sjá það, sjá að það sé verið að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Ég er ekki einn af þessum United-mönnum sem þolir ekki Liverpool. Það sem mér finnst skemmtilegt eru góð lið í fótbolta.“ Víðir hefur unnið mikið með knattspyrnuþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. „Það vita það kannski ekki margir að við erum bekkjafélagar úr grunnskóla og svo lágu leiðir okkar saman aftur í þessu. Heimir er með svo flotta sýn í því að búa til besta teymið. Það snýst ekki alltaf um að velja bestu einstaklingana með sér, heldur þú velur bestu liðsfélagana.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira