Börn með skarð í vör Lárus Sigurður Lárusson skrifar 21. mars 2020 09:10 Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Skv. 76. gr. stjórnarskrárinnar skal í lögum tryggja öllum sem þess þurfa aðstoð vegna sjúkleika. Í 3. mgr. sama ákvæðis er börnum tryggð aukin vernd og skal í lögum tryggja þeim umönnun sem velferð þeirra krefst. Víða í lögum er kveðið á um rétt einstaklinga til heilbrigðisþjónustu og jafnt aðgengi þeirra að henni. Nefna má lög um réttindi sjúklinga, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um sjúkratryggingar. Skv. 20. gr. laga um sjúkratryggingar skulu nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla falla undir sjúkratryggingar. Af orðalagi laganna að dæmi mætti ætla að ríkið greiddi tannlæknaþjónustu allra barna með alvarlega meðfædda galla, s.s. skarð í vör og vik í góm. í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um greiðsluþáttöku sjúkratrygginga í tilviki alvarlegra meðfæddra galla og sjúkdóma. Nýlega var reglugerðinni breytt í þá vera að taka til skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju og annarra heilkenna. Lengi var deilt um hvort túlka ætti orðlag reglugerðarinnar þannig að almenna reglan væri sú að skarð í vör teldist alvarlegt tilvik ellegar hvort leggja þyrfti á það mat í hverju tilviki fyrir sig hvort slíkur meðfæddur galli væri það mikill að hann gæti talist alvarlegt tilvik. Fyrri túlkunarleiðin hefði þýtt að öll börn með skarð í vör fengu bróðurpartinn af tannlæknakostnaði sínum greiddan af ríkinu en seinni túlkunarkostur myndi leiða af sér að einungis alvarlegustu tilvikin fengu það hlutfall kostnaðarins greiddan. Af einhverjum ástæðum var ákveðið að velja síðari kostinn með þeim afleiðingum að fjöldi barna með skarð í vör og vik í góm fengu ekki tannlæknakostnað sinn greiddan nema að takmörkuðu leyti. Innan Sjúkratrygginar Íslands var starfrækt sérstök fagnefnd til þess að leggja mat á alvarleika tilvika og virtist nefndin líta svo á að eingöngu allra alvarlegustu tilvikin ættu rétt á greiðslum frá ríkinu. Þessi afstaða stangaðist annkanalega á við fyrrgreint orðalag laga, reglugerðar og ekki síst stjórnarskrár. Þótt núverandi ráðherra hafi gert nokkra bragarbót á þessu með breytingum á fyrrgreindri reglugerð þá er enn ekki búið að taka allan vafa af. Þá hefur píslarganga þessara barna verið lengd ef eitthvað er með breytingunni. Nú þurfa foreldrar þessara barna fyrst að leita til tannlæknadeildar Háskóla Íslands og fara með börn sín í greiningu þar áður en þau fara með börnin til tannlæknis. Áður gátu foreldar leitað beint til tannlæknis í sinni heimabyggð. Nú þurfa allri að leita fyrst til tannlæknadeildar Háskóla Íslands í Reykjavík. Þá er heldur ekki tekin af tvímæli um hvort Sjúkratryggingum sé heimitl að starfrækja fagnefnd til þess að leggja mat á umsóknir um greiðsluþátttöku sem svipuðum hætti og áður var. Við erum öll sammála um mikilvægi þess að börn með meðfædda galla fái alla þá heilbrigðisþjónustu sem þau þurfa. Það er skoðun mín að ríkið eigi að greiða fyrir þá þjónustu að mestu leyti og réttur barna eigi að vera skýr í lögum hvað það varðar. Það er brýnt að taka af öll tvímæli í þessum efnum og auðvelda börnum og foreldum þeirra að feta þessa braut en setja ekk stein í götu þeirra með óþarfa skilyrðum. Höfundur er lögmaður
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar