Ekkert mót í boði fyrir ÓL? | „Reyni að vera jákvæð“ Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 20:00 Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
Mikil óvissa ríkir hjá afreksíþróttafólki sem stefnt hefur á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fresta leikunum en erfiðlega gengur fyrir íþróttafólk að komast á mót til þess að tryggja sig inn á leikana. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona, er ein þeirra sem lagt hafa mikið á sig til að komast á Ólympíuleikana en hún ætlaði sér að ná lágmarki í 50 metra skriðsundi á Evrópumótinu sem átti að fara fram í maí en hefur verið frestað fram yfir Ólympíuleikana vegna kórónuveirunnar. „Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki hvort það verður neitt mót fyrir mig til að komast inn á Ólympíuleikana. Núna þurfum við bara að bíða og sjá. Það er búið að fresta Íslandsmótinu og við vitum ekki hvenær það verður eða hvort það verður. Ég vona að það verði í maí eða júní, og þá gæti ég reynt að ná inn á Ólympíuleikana þar,“ sagði Ingibjörg við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. „Ég reyni að vera jákvæð en það er rosalega erfitt eins og staðan er núna. Maður er bara að æfa einn, reynir að hlusta á allt og virða tveggja metra regluna. Ólympíuleikarnir eru ennþá settir á í júlí svo maður verður að halda áfram að æfa, og reyna að gera eins mikið og maður getur gert. Reyna að gera eitthvað hérna heima en ég þarf sundlaug. Ég á ekki 50 metra sundlaug hérna heima þannig að ég þarf að fara í sundlaugina að synda. Þetta er erfitt,“ sagði Ingibjörg.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportpakkinn Tengdar fréttir Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Sjá meira
Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. 21. mars 2020 18:31
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48