Smitin í Eyjum úr mismunandi áttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. mars 2020 12:25 Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum var seinkað í morgun til að flytja sýni til rannsóknar í Reykjavík. Samkomubann hefur verið hert í Eyjum, búist er við röskun á skólahaldi þar á morgun og Eyjamaður var fluttur með sjúkraflugi vegna kórónuveiruveikinda. Þá eru smitin sem þar hafa greinst úr mismunandi áttum. Sextán ný tilfelli veirunnar greindust í Vestmannaeyjum í gær. Alls eru smitin í Eyjum nú orðin 27 talsins og voru næstum 400 Eyjamenn í sóttkví í gærkvöldi. Einum einstaklingi sem sýni var tekið hjá í fyrradag hrakaði í gær og var flogið með hann á Landspítalann með sjúkraflugvél. Vegna fjölda smita í Vestmannaeyjum hafa reglur um samkomubann þar verið hertar, allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir og tóku reglurnar gildi klukkan sex í gærkvöldi. „Við höfum séð það síðustu viku, þar er náttúrulega bara ein vika frá fyrsta staðfesta smitinu í Vestmannaeyjum, að þessi 27 smit eru að koma úr mismunandi áttum og þess vegna höfum við ákveðið að bregðast við því og takmarka útbreiðsluna eins mikið og við mögulega getum,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaejum. Meðal hinna smituðu er kennari og nemandi í 10 bekk. Páley segir að skólahald muni raskast á morgun og að nánari útfærsla verði kynnt síðar í dag. „Breytingar á skólunum kalla auðvitað á mjög mikla vinnu fyrir skólastjórnendur, kennara og fleiri. Það er verið að vinna í þessu núna og breytingarnar verða kynntar þegar þær liggja fyrir,“ segir Páley. Frá Vestmannaeyjum, þar sem samkomubann hefur verið hert verulega. Grunnskólabörn voru beðin um að halda sig heima um helgina. „Það fannst smit hjá kennara í yngri barna skólanum þannig að öll börn í 1. til 4 bekk voru sett í svokallaða úrvinnslukví um helgina. Þau voru öll beðin um að virða það og halda sig bara heima og forðast samneyti við aðra,“ segir Páley. Í framhaldinu voru sendir út spurningalistar til foreldra barna í 1 til 4 bekk um einkenni og var svörun nánast 100 prósent. „Í kjölfarið á því komu einhverjir tugir, bæði börn með einhvers konar veikindaeinkenni en ekki endilega á grundvelli þessarar veiru, og eins foreldrar sem voru skönnuð í gær og í morgun. Sýnin verða trúlega rannsökuð í dag og niðurstaðan kannski liggja fyrir í kvöld,“ segir Páley en ferð Herjólfs var frestað í morgun til að ferja sýnin til rannsóknar í Reykjavík. Páley undristrikar að aðgerðum sem gripið er til er ætlað að draga úr útbreiðslunni. „Við verðum öll að taka höndum saman í því, virða allar leiðbeiningarreglur og taka þessu alvarlega. Því annars fer þetta af stað eins og dæmin hafa sýnt sig. Við viljum ekki að fleiri veikist og það er okkar helst markmið, að reyna að hefta útbreiðsluna. Við biðjum allan almenning í að hjálpa okkur í því,“ segir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Herjólfur Tengdar fréttir Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fullir í flugi Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34
Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. 21. mars 2020 23:28
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45