Ha . . . er það?! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. mars 2020 13:00 Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það var undarleg tilfinning að fá Covid símtalið. Allt í einu snarsnerist líf mitt við. Mitt eigið. Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt. Ég hafði fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst til Íslands og fannst ég einmitt svo furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem allir virtust vera að smitast. Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman. Svo breyttist allt. Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi. 158 staðfest smit og mitt var eitt af þeim. Tilfinningin var vond. Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?! Ég veit að þetta eru spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni. Við sem samfélag erum að fást við að allt er gjörbreytt. Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir. Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun