Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og verndun mannréttinda á tímum COVID19 Ellen Calmon skrifar 23. mars 2020 19:14 Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldrar kórónuveiru eru margar skiljanlegar og einhverjar ágætar. En það eru tvær aðgerðir sem vekja sérstaka athygli mína og ég hef ákveðnar efasemdir um en þær varða fimmþúsundkallinn til allra eldri en 18 ára til að styrkja ferðaþjónustuna og svo barnabæturnar. Til stendur að greiða sérstakan barnabótaauka 1. júní 2020 með öllum börnum undir 18 ára aldri. Foreldrar með lægri meðaltekjur en 927 þúsund krónur á mánuði árið 2019 fá 40 þúsund krónur á hvert barn og aðrir 20 þúsund krónur. Þarf fólk með meðaltekjur sem nema um milljón eða meira á mánuði á þessum 20 þúsund krónum að halda? Munu tuttuguþúsund krónur breyta einhverju fyrir börnin þeirra? Ég held ekki. Þessi hluti aðgerðanna minnir mig helst á aðgerð í kjölfar efnahagshrunsins sem Miðflokksfólk, þá Framsóknarfólk, greip til og fólst í niðurgreiðslu húsnæðislána meðal annars til þokkalega vel stæðra einstaklinga. Kostnaður við þessar tvær framangreindar aðgerðir núverandi ríkisstjórnar er um 4,6 milljarður króna samkvæmt slæðusýningu á vef stjórnarráðsins sem hægt er að skoða hér. Fimmþúsundkallinn minn í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun Ég vil setja minn fimmþúsundkall og sérstakar barnabætur í sjálfstæða óháða mannréttindastofnun. Slík stofnun hefur verið á dagskrá stjórnvalda í mörg ár en ekki hefur verið vilji til að raungera, þrátt fyrir ítrekaða áminningu, meðal annars frá Sameinuðu þjóðunum. Það kostar kannski um 60 milljónir að koma á sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun. Nú eru viðkvæmir hópar í enn meiri hættu en áður. Meiri hætta að á þeim verði brotið og að þjónusta við þá verði skert. Börn, konur, fatlaðar konur, fatlað fólk, veikt fólk, aldrað fólk og fleiri eru þar á meðal. Stjórnvöldum ber þjóðréttarleg skylda til að koma á fót sjálfstæðri óháðri mannréttindastofnun í samræmi við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur undirgengist. Mannréttindi á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf Á Íslandi höfum við nú Mannréttindaskrifstofu Íslands sem er í raun frjáls félagasamtök líkt og Hundaræktarfélag Íslands. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur tvo starfsmenn og hefur engan veginn bolmagn né stjórnskipulega stöðu til að sinna öllum þeim verkefnum sem frjáls og óháð mannréttindastofnun á að sinna. Eigum við að búa við það að litið sé á eftirlit og vernd með mannréttindum á Íslandi eins og hvert annað félagsstarf? Eftirlit og vernd mannréttinda er enn mikilvægari nú á tímum COVID19 en áður! Ellen Calmon er forman Mannréttindaskrifstofu Íslands, ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í European Women‘s Lobby.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun