Ástandið að verða alvarlegra á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2020 15:29 Lögreglumenn fylgjast með röð við inngang á bráðamóttöku sjúkrahúss í Barcelona. Smitum hefur fjölgað hratt í Katalóníu undanfarið. Vísir/EPA Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Kórónuveiran breiðist nú hraðar út á Spáni en hún gerði á Ítalíu. Fleiri en fimm hundruð manns létust af völdum veirunnar á einum degi og hafa nú hátt í 2.700 manns látið lífið á Spáni. Faraldurinn er einnig sagður breiða úr sér um landið. Spænsk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því í dag að 514 manns hefðu látist á einum sólarhring, hátt í fjórðungsaukning frá deginum á undan, og að næstum 40.000 manns hafi nú alls verið greindir með veiruna. Alls hafa nú 2.696 látist samkvæmt opinberum tölum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi látinna tvöfaldaðist á aðeins þremur dögum eftir að dauðsföll náðu þúsund talsins á föstudag. Hvorki í Kína né á Ítalíu fjölgaði dauðsföllum svo hratt, að sögn spænska dagblaðsins El País. Lýðheilsusérfræðingar eiga ekki von á að þessi þróun eigi eftir að breytast á næstunni. „Við erum í slæmri viku. Þetta er vika þar sem við verðum að vinna að því að þrýstingurinn á viðbragðskerfið verði ekki of mikill. Þetta er vinna sem við verðum að leggjast á eitt með að ná,“ sagði Fernando Simón, yfirmaður neyðarviðbragða heilbrigðisráðuneytisins í dag. Dauðsföllin víðar en gerðist á Ítalíu Veiran dreifir ennfremur hratt úr sér um Spán þessa dagana, meira en gerst hefur á Ítalíu þar sem um 80% dauðsfalla hafa orðið í þremur héruðum á norðanverðu landinu. Í upphafi faraldursins var ástandið verst í Madrid, Baskalandi og Aragón. Nú er hins vegar svo komið að dauðsföll þar eru 65% af öllum dauðsföllum af völdum veirunnar á Spáni. Þannig hefur smitum fjölgað hratt í Katalóníu, Castilla y León og Castilla-La Mancha. Margt eldra fólk er í síðastnefndu sjálfsstjórnarhéruðunum tveimur. Um 5.400 heilbrigðisstarfsmenn eru á meðal þeirra sem eru smitaðir og er það sagt byrjað að hafa áhrif á getu yfirvalda til að ráða við faraldurinn. Lögreglan hefur gagnrýnt fólk sem hún segir „ábyrgðarlaust“ fyrir að hafa hunsað tilmæli stjórnvalda. Þeirra á meðal er fólk sem hefur farið af sjúkrahúsum án þess að vera formlega útskrifað. Í Madrid er ástandið svo slæmt að útfararstjórar hafa tilkynnt yfirvöldum að þeir geti ekki tekið við líkum fórnarlamba veirunnar því þá skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. Gripið hefur verið til þess ráðs að geyma lík á skautasvelli í verslunarmiðstöð í borginni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55 Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sjötugur fastur á Spáni og óttast um líf sitt og heilsu Óskar Hrafn Ólafsson fyrrverandi skipstjóri sér enga leið færa heim. 24. mars 2020 08:55
Skautahöllin í Madrid notuð sem líkgeymsla Samþykkt hefur verið að nota skautahöll í Madrid til að geyma lík fólks sem hefur látist af völdum kórónuveirunnar á meðan á faraldrinum stendur. Útfararstjórar í borginni tilkynntu yfirvöldum í gær að þeir gætu ekki tekið við líkum fólks sem lætur lífið úr COVID-19 þar sem starfsmenn þeirra skorti nauðsynlegan öryggisbúnað. 24. mars 2020 08:50